Dúnmjúkar og hollar Bananapönnukökur

Þessar pönnukökur eru heldur betur einar af þeim bestu sem ég hef smakkað og prýða sunnudags morgunverða borðið með stæl.

 

Bananapönnukökur

2 bananar (finnst betra ef þeir eru ekki ofþroskaðir)

1 bolli lífrænir hafrar

1 dl Coconut Dream mjólk (einnig gott með hafra- eða möndlumjólk)

2 egg

1 tsk matarsódi

1/2 tsk vanilluduft

Öllu blandað vel saman með töfrasprota.

Pönnukökurnar steiki ég svo uppúr smá kókosolíu.

Uppáhalds er að bera þær fram með bláberjum, banana og smá hunangi og auðvitað með góðum tebolla ❤

Færðu inn athugasemd