Dúnamjúk snúðakaka

SAMSUNG CSC

Gerbakstur! Eins og ég nefndi hér á blogginu fyrir nokkru þá hef ég í mörg ár verið að brasa við gerbakstur og þar til nú hefur hann í lang flestum tilfellum mistekist. Deigið hefur annað hvort ekki hefast yfir höfuð eða orðið að þéttum klumpi sem ekki hefast nema örlítið. Svo var ég á netrúnti á norskum síðum og rakst á smá tips um þurrger. Hér kemur textinn beint af síðunni:

„Idun Tørrgjær

Idun Tørrgjær skal blandes direkte i melet og deigvæsken bør ha en temperatur på 40-45 grader. Idun Tørrgjær finnes i pakning á 5 poser tørrgjær á 12 g. En pose Tørrgjær tilsvarer 50 gram fersk gjær. Bør oppbevares tørt, gjerne litt kjølig for optimal lagringstid.“

Sem þýðir beinlínis það að þurrger á að blandast beint í hveitið og vökvinn (t.d. vatn eða mjólk) á að vera við 40 – 45°c. Ég hef alltaf haldið að vökvinn ætti að vera við 37°c bæði fyrir þurrger og pressuger. Ég hef reyndar verið að blanda þurrgerinu beint í vökvann sem er ca. 40°c. Eftir að ég uppgötvaði þetta þá hefur gerbaksturinn orðið leikur einn!

Hér kemur uppskrift af Dúnamjúkri Snúðaköku sem við fjölskyldan buðum sunnudags gestunum okkar uppá síðastliðinn sunnudag. Einstaklega góð sem samanstendur af dúnamjúkum ger kanilsnúðum sem dásamlegt er að gæða sér á, sérstaklega þegar kakan er ennþá volg..

Snúðakaka

3,5 dl mjólk
1 stk egg
1 pk ger (11g þurrger eða 1 pk pressuger)
100 g sykur
150 g smjör, við stofuhita
2 tsk kardimommuduft
700 g hveiti

Fylling
80 g mjúkt smjör
1 dl sykur
2 msk kanill

Hita mjólkina að ca. 37°c ef notað er pressuger en 40 – 45°c ef notað er þurrger

Þurrgerið sett í skálina

SAMSUNG CSC

mjólkinni hellt saman við gerið og blandað lítilega saman

SAMSUNG CSC
SAMSUNG CSC

Bæta sykri, eggi og helmingnum af hveitini útí skálina

SAMSUNG CSC
SAMSUNG CSC

Deigið hnoðað saman í hrærivélinni

SAMSUNG CSC

Bæta restinni af hveitinu, kardimommu duftinu og mjúka smjörinu í smá bitum saman við og hnoða áfram
Gott að bæta smjörinu saman við nokkrum bitum í einu á meðan hnoðarinn er í gangi.

SAMSUNG CSC

Hnoða skal deigið þar til það verður slétt og fínt og festist ekki við skálina

SAMSUNG CSC
SAMSUNG CSC

Breiða plastfilmu eða viskastykki yfir skálina

SAMSUNG CSC
og leyfa deiginu að tvöfaldast að stærð

SAMSUNG CSC

Deigið er því næst unnið vel saman á hveitistráðu borði

SAMSUNG CSC

Búa til þykka pylsu úr deiginu

SAMSUNG CSC

og það flatt út í rétthyrning

SAMSUNG CSC

Því næst er smjörinu smurt yfir deigið

SAMSUNG CSC

SAMSUNG CSC

Sykrinum stráð yfir og að lokum kanilnum

SAMSUNG CSC

SAMSUNG CSC

Þá er deiginu rúllað upp eins og rúlluköku

SAMSUNG CSC

Deilt í 12 jafnstóra bita

SAMSUNG CSC

Ofninn forhitað, 200°c blástur

SAMSUNG CSC

Snúðunum er raðað við hliðna á hvor öðrum á smjörpappírs klædda bökunarplötu
(passa að hafa smá bil á milli þar sem snúðarnir stækka eftir hefinguna)

Plasta yfir snúðana og eftirhefa í ca. 30 mínútur

SAMSUNG CSC

Eftir þessar 30 mínútur eru snúðarnir penslaðir með pískuðu eggi og svo steiktir við 200°c (blástur) í miðjum ofni í ca. 15 mínútur

SAMSUNG CSC

Gott að strá perlusykri eða venjulegum sykri yfir snúðana fyrir bakstur

SAMSUNG CSC

Æðislegt að búa til glassúr (flórsykur, smá vatn og smá vanillusykur) og smyrja yfir hvern snúð fyrir sig..

SAMSUNG CSC

3 athugasemdir við “Dúnamjúk snúðakaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s