Glimdrandi góð Sætkartöflu og Fíkjubaka

Bökur eru bæði fljótlegar að búa til, eru mjög góðar og einnig einfaldar að bera fram.
Ég er einstaklega hrifin af bökum, hvort sem þær eru bornar fram sem hádegis- eða kvöldmatur og sem góður eftirréttur eða á kökuborðið.
Hér er uppskrift af einni af mínum uppáhalds bökum! Sætarkartöflur, fíkjur, fetaostur og rósmarín með meiru. Einnig uppskrift af mjög góðu salati sem er tilvalið að bera fram með bökunni. Þessa verðuru að prufa!

Sætkartöflu og fíkjubaka

1 pakki bökudeig
4 stk egg
2 dl mjólk
1 stk sætkartafla
1/2 stk laukur
1 pakki fersk rósmarín
2 stk ferskar fíkjur
100g fetaostur

Forhita ofninn við 220°c

Fletja út bökudeigið, ca 1/2 cm þykkt. Leggja deigið í smurt bökuform stærð 24 – 30 cm.
Þrýsta deiginu í botninn og upp kantana, þannig að deigið hangi smá út fyrir kantinn. Stinga göt á deigið með gaffli.
Forsteikja botninn neðst í ofninum í ca. 10 mínútur. Lækka svo hitan niður í 200°c þegar þú tekur botninn úr ofninum.

Þeyta saman eggin og 2 dl mjólk í skál. Krydda með salti og pipar.
Hýða sætukartöfluna og laukinn. Skera kartöfluna, laukinn og fíkjurnar í sneiðar.
Hita steikarpönnu við miðlungshita og bæta smá olíu á pönnuna.
Steikja kartöflusneiðarnar í ca. 3 mínútur á hverri hlið, og krydda þær því næt með salti og pipar.
Bæta smá meiri olíu á pönnuna og steikja næst laukinn í 2-3 mínútur eða þar til hann verður glær.
Dreyfa kartöflunum og lauknum yfir bökubotninn, hella eggjablöndunni yfir og toppa því næst bökuna með rósmarín, fíkjunum og mylja fetaostun yfir að lokum. Strá salti og pipar yfir herlegheitin.

Baka bökuna í 15 – 20 mínútur við 200°c eða þar til eggjablandan hefur stífnað. Brorið fram með rauðbeðu og myntusalatinu og sítrónubátunum.

 

Rauðbeðu og myntu hrásalat

1 pakki valhnetur
1 stk rauðbeður
200g gulrætur
1 stk grænt epli
1 pakki fersk mynta
1 stk sítróna

Skræla rauðbeðuna og gulræturnar. Rífa gróft rauðbeður, gulrætur og epli.
Setja í skál. Fín hakka myntuna og grófhakka valhneturnar.
Deila sítrónunni í báta, pressa safan úr tveimur bátum yfir salatið og blanda myntunni og valhnetunum saman við hrásalatið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s