Í september 2019 þurfti ég á breytingu að halda hvað mataræðið varðaði!
Ég borðaði sjaldan og oft mikið í einu, var orkulítil og borðaði ALLTOF mikið brauð!
Ég ákvað að byrja að búa mér til herbalife shake á morgnanna svona til að sjá hversu miklu það breytti fyrir mig.
Strax á fyrstu dögunum fann ég fyrir miklu breytingum, fyrir það fyrsta var ég södd frá því ég drakk shake-inn kl 7 að morgni og þar til ég borðaði hádegismat um 12 leitið (drekk mikið vatn þar á milli). Orkan mín jókst alveg gífurlega og með aukinni orku getur maður sigrað heiminn 😀 ég fór að prufa að bæta allskonar góðgæti útí shake-inn og úr urðu bragðgóðir smoothie sem halda þér við efnið.
Mæli með að búa til smoothie úr shake-unum kannski einu sinni, tvisvar í viku til að auka árangurinn ef þú hefur áhuga á að missa nokkur kíló, ég geri oftast ljúfeinga smoothie um helgar!
Hér kemur fyrsti smoothie-inn af fjölmörgum:

Pekan Cafe Latte Smoothie
Grunnuppskrift:
300 – 400 ml vatn eða mjólk að eigin vali (nota oftast möndlumjólk)
2 mæliskeiðar Formula 1 vanillu
2 mæliskeiðar Prótein drykkjar mix (pdm)
1 tsk instant kaffi
6 pekanhnetur
1 tsk hunang
4 ísbitar
Blandað vel saman í blandara eða með töfrasprota.
Njótið vel 😀