Bláberja Möndlu Muffins

Þá er seinasti dagur októbermánaðar runnin upp! Og það Halloween/Hrekkjavaka í þokkabót!
Ég hef nú borðað 30 mismunandi morgunverði þennan mánuðinn (einn morguninn var ég svo upptekin að ég náði ekki að borða morgunmat) Þetta byrjaði allt með matseðli fitubrennsla.is, þar sem ég fékk mikinn innblástur af mismunandi hollum og ótrúlega bragðgóðum morgunverðum. Matseðillinn saman stóð af fjórum máltíðum á dag í 15 daga, sem maður átti svo að endurtaka. Eftir fyrsta hollið ákvað ég að taka morgunverðin í mínar hendur og prufa eitthvað nýtt á hverjum degi..
Þetta „verkefni“ hefur verið rosalega skemmtilegt að dunda við (er reyndar atvinnulaus í augnablikinu svo ég hef meiri tíma á morgnanna en ella) og þar sem þetta er svo skemmtilegt þá ætla ég að halda áfram að prufa nýja morgunverði um helgar.

Þá er ekki seinna vænna að birta hér uppskrift seinasta morgunverðar októbermánaðar og urðu Bláberja Möndlu Muffins fyrir valinu, ótrúlega safaríkar og góðar muffins sem runnu ljúft niður með kaffibollanum. Hef þetta extra skemmtilegt í tilefni dagsins og set fullt af myndum með!

Hér verður svo skorið út grasker, hafður hræðilegur kvöldmatur og svo mun heimasætan ganga um hverfið með vinum sínum og hrópa: ,,knask eller knep?“ (Trick or Treat) [[pumpcon]] Eigið góðan hrekkjavöku dag elsku vinir

SAMSUNG CSC

Fyrir 2
2 bollar Möndlumjöl
2 Egg
2 Eggjahvítur
1/4 bolli Agave síróp, hunang eða stevia
1/2 msk Matarsódi
1 msk Eplaedik
Dass af salti
1 msk Vanillu dropar/extract
2 msk Kókosolía
1 bolli Bláber

Forhita ofninn við 190°c eða notuð muffins bökunarvél (fékk þessa bleiku dásemd frá gullunum mínum í mæðragjöf í fyrra :))

SAMSUNG CSC

Allt innihald fyrir utan bláberin sett í matvinnsluvél og blandað vel saman.
Bláberjunum hrært saman við deigið.

SAMSUNG CSC

Deiginu skipt jafnt í 24 muffins pappírsform.

SAMSUNG CSC

SAMSUNG CSC

Baka í 25 mínútur. Látið svo kólna vel áður en þær eru borðaðar.

SAMSUNG CSC

SAMSUNG CSC

SAMSUNG CSC

SAMSUNG CSC

SAMSUNG CSC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s