Vanillu Muffins

02oktober201609.JPG

Þessar vanillu muffins eru einstaklega bragðgóðar og safaríkar og eru í miklu uppáhaldi hjá bæði stórum sem smáum. Hægt er að fylla þær með allskyns góðgæti en í þetta skiptið, er börnin mín og ég útbjuggum þessar muffins með sunnudagskaffinu, skárum við niður súkkulaði með þurrkuðum berjum og settum þrjá bita í hverja muffins.


Vanillu Muffins
24 stk

3 dl sykur
4 egg
100g smjör, brætt
1 dl mjólk eða súrmjólk
6 dl hveiti
3 tsk lyftiduft
4 tsk vanillusykur
1 tsk salt

Sykur og egg þeytt vel saman. Bræddu smjörinu og mjólkinni bætt saman við og því næst þurrefninu. Muffinsformin sett í muffinsbrett og formin 3/4 fyllt.
Bakist við 200°c í 15 – 20 mínútur.

Hugmyndir að fyllingu:

  • Hvítt súkkulaði og frosin hindber, perlusykri stráð yfir
  • Súkkulaðidropar
  • Frosin eða fersk bláber
  • Rababari (skorinn í strimla og velt uppúr kanilsykri)
  • Plómur (skornar í bita og velt uppúr kanilsykri)

SAMSUNG CSC

 

SAMSUNG CSC

Ein athugasemd við “Vanillu Muffins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s