UM MIG

Ég heiti Guðbjörg Inga, er Vestfirðingur og bý ásamt börnunum mínum þremur og manninum mínum í Kristiansund í Noregi og hér höfum við búið síðan sumarið 2011.

Ég vinn á kaffihúsi sem kallast Bestemors Hage en það er einstaklega notalegt kaffihús staðsett í Vanndamman sem er vinsælt útivistar svæði nálægt miðbæ Kristiansund.

Á kaffihúsinu bökum við og eldum allt sjálfar þ.á.m kökur, brauð og margt fleira.
Við erum einnig með veisluþjónustu og bökum og skreytum kökur eftir pöntunum, ég hef verið titluð „Bake sjef“ 🙂 og sé að mestu um að baka, búa til skraut og skreyta kökur.

Ég ELSKA vinnuna mína all svakalega og er einstaklega heppin með samstarfs systur og erum við allar mjög góðar vinkonur. Ég hef dundað við kökuskreytingar í nokkur ár og kökurnar mínar getur þú séð undir KÖKURNAR og einnig á Instagram síðunni minni.

Ég hef svo lengi sem ég man haft mikinn áhuga á matargerð og  hef óhemju gaman að því að prufa nýjar uppskriftir og breyta til og bæta eftir eigin höfði. Niðurstöðurnar má svo sjá hér á síðunni minni undir UPPSKRIFTIR 🙂

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s