Pizzasnúðar

SAMSUNG CSC
Pizzasnúðar – 30 stk

200g smjör / smjörlíki
6 dl mjólk
50 g pressuger / 1 poki þurrger
4 tsk sykur
2 tsk salt
1 kg hveiti (endilega að blanda grófu og fínu saman)

Ca. 200 g skinka
ca. 200 g salami
ca. 300 g rifinn ostur
1/2 – 1 flaska pizzasósa eða 3 dl heima tilbúin
2 msk þurrkað oregano
1 pískað egg til að penslunar

Gerdeigið
Pressuger:
Bræða smjörið og bæta mjólkinni útí.
Hita að 37°c  en . Leysa gerið upp í vökvanum. Blanda þurrefnunum (gæti þurft að nota aðeins minna hveiti, bæta frekar útí) saman í hrærivélaskál, bæta vökvanum saman við og  hnoða þar til deigið verður slétt og kekkjalaust. Hefa undir plastfilmu í ca. 40 mínútur.

Þurrger:
Bræða smjörið og bæta mjólkinni útí. Hita að ca. 42°c. Blanda þurrgerinu saman við þurrefnin (gæti þurft að nota aðeins minna hveiti, bæta frekar útí) saman í hrærivélaskál, bæta vökvanum saman við og  hnoða þar til deigið verður slétt og kekkjalaust. Hefa undir plastfilmu í ca. 40 mínútur.

Deigið tekið úr skálinni og hnoðað aðeins á borðplötu, deiginu síðan skipt í tvennt. Fletja út deigið í ca. 20 x 30 cm.

06november20131203

Smyrja þunnu lagi af pizza sósu yfir allan rétthyrininginn.

06november20131206

Dreifa skinku, salami og rifnum osti yfir.

06november20131219
06november20131221

Rétthyrningunum er síðan rúllað upp.

06november20131223

Skera hverja rúllu í 15 bita (ca. 2 cm þykka). Leggja snúðana á smjörpappírsklædda ofnplötu og eftir hefa í 20 mínútur.
Pennsla hvern snúð með pískuðu eggi og strá oregano yfir.

06november20131307

Steikja snúðana við 225°c í 12 – 15 mínútur.
Kæla snúðana á rist.

06november20131322

Snúðana er gott að frysta og einnig er hægt að nota sömu uppskrift fyrir fyllt horn.

SAMSUNG CSC

2 athugasemdir við “Pizzasnúðar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s