Ofnbakað grænmeti með villi hrísgrjónum og ponzusósu

Okkar uppáhalds grænmetisréttur! Mettandi, frískur og ljúfengur!

Ofnbakað grænmeti og hnetur
1 stk brokkolí
1 stk rauðlaukur
1/2 stk kínverskur hvítlaukur
1 stk púrrulaukur
250g haricot baunir (ferskar)
Ólífuolía
Salt og pipar
100g hnetublanda (einungis hnetur t.d kasjúhnetur, möndlur, jarðhentur án salts, pekanhnetur..)
Sesamfræ, ca. 30-40 g

Meðlæti
250g brún villi hrísgrjón eða hýðishrísgrjón
2 stk egg
Ponzu sojasósa (sjá tips neðst á síðunni)
250g cherry tómatar

Forhita ofninn við 220°c.

Sjóða hrísgrjónin líkt og stendur á pakkanum.
Skera brokkolí í jafna bita, rauðlauk í báta og skrella og fínhakka hvítlaukinn.
Skola púrrlaukinn og skera í grófa bita.
Dreyfa brokkolíinu, rauðlauknum, púrrulauknum, hvítlauknum og haricot baunirnar á bökunarpappírs klædda ofnskúffu, hella smá ólífuolíu yfir grænmetið, ásamt salt og pipar. Velta grænmetinu uppúr olíunni.

Strá að lokum hnetunum og sesamfræjunum yfir grænmetið og loks er það bakað í ofninum í 12 – 15 mínútur.

Hita steikarpönnu með smá olíu við háan hita. Steikja hrísgrjónin á pönnunni í 4 – 5 mínútur. Ýta grjónunum útí kantana á pönnunni svo það myndist hola í miðjunni. Eggin tvö sett á miðja pönnuna, steikja létta eggjahræru og blanda henni loks við hrísgrjónin. Salta og pipra.
Deila cherry tómötunum í tvent.

Berið hrísgrjónin fram með ofnbakaða grænmetinu, cherry tómötunum og ponzu sósunni. Nammi namm!

 

 

Tips: 
Ponzu sojasósa –
Vona að þessi dásamlega sojasósa fáist á Íslandi 😉

Sítrónu sojasósa sem er rosalega bragðgóð og frískandi, er sæt, bragðbætt með hrísgrjónaeddiki og yuzu (yuzu er japanskur sítrusávöxtur). Ponzusósa passar rosalega vel með sashimi, poké bowls, til að bragðbæta kjöt, fisk og súpur og passar vel í maríneringar og salatsósur.

Einnig er hægt að nota venjulega sojasósu og blandað smá sítrónusafa við eða googlað „Ponzusósa“.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s