Prinsessu marengskaka

Voða krúttleg og frískandi svampbotns marengsterta sem bráðnar í munninum.

SAMSUNG CSC
Kökubotn:
75 g smjör
75 g sykur
3 eggjarauður
75g hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1 tsk vanillusykur
3 msk mjólk

Marengs:
3 eggjahvítur
130 g sykur
Bleikur matarlitur
50 g möndlu flögur

Fylling:
6 dl rjómi
4 tsk vanillusykur
300 g fersk hindber
Bleikir eða hvítir marengs toppar

Skraut:
Bleikar og/eða hvítir marengs toppar og jafnvel bleikar makkarón kökur.

Kökubotnarnir:
Þeyta smjörið og sykurinn vel saman.
Þeyta eggjarauðurnar saman við. Sigta þurrefnin og blanda saman við smjörblönduna ásamt mjólkinni.

Bökunarpappír settur í tvö 24cm hringlaga kökuform. Smyrja deigið þunnt í botninn.

Þeyta eggjahvíturnar stífar. Sykrinum bætt útí og þeyta áfram þar til marengs. Lita marengsinn bleikan (ég notaði of lítið af matarlit, marengsinn á að vera vel bleikur). Marengsinum er skipt jafnt í þessi tvö kökuform (smurt yfir köku deigið) Strá möndluflögunum yfir marengsinn.

SAMSUNG CSC
SAMSUNG CSC

SAMSUNG CSC

Baka í 175°c í 25 mín hvern fyrir sig eða báða samtímis ef notaður er blástur.
Kæla kökurnar í formunum.
Losa kökuna frá forminu með beittum hníf. Taka botnana varlega úr formunum og fjarlægja bökunarpappírinn.

Fylling:
Þeyta rjómann og smakka til með vanillusykri.
Leggja fyrsta botninn á passlegan köku disk (marengsinn vísir upp). Helmingur rjómans settur á botninn og hindberjunum og marengs toppunum er dreyft þétt ofan á rjómann. Svo er restin af rjómanum sett yfir berin og seinni köku botninn þar yfir. Kakan er sett inn í ísskáp í tvo tíma áður en hún er borin fram. Skreyta með marengs toppum og jafnvel bleikum makkarónu kökum

 

Ein athugasemd við “Prinsessu marengskaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s