Voða krúttleg og frískandi svampbotns marengsterta sem bráðnar í munninum.
Kökubotn:
75 g smjör
75 g sykur
3 eggjarauður
75g hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1 tsk vanillusykur
3 msk mjólk
Marengs:
3 eggjahvítur
130 g sykur
Bleikur matarlitur
50 g möndlu flögur
Fylling:
6 dl rjómi
4 tsk vanillusykur
300 g fersk hindber
Bleikir eða hvítir marengs toppar
Skraut:
Bleikar og/eða hvítir marengs toppar og jafnvel bleikar makkarón kökur.
Kökubotnarnir:
Þeyta smjörið og sykurinn vel saman.
Þeyta eggjarauðurnar saman við. Sigta þurrefnin og blanda saman við smjörblönduna ásamt mjólkinni.
Bökunarpappír settur í tvö 24cm hringlaga kökuform. Smyrja deigið þunnt í botninn.
Þeyta eggjahvíturnar stífar. Sykrinum bætt útí og þeyta áfram þar til marengs. Lita marengsinn bleikan (ég notaði of lítið af matarlit, marengsinn á að vera vel bleikur). Marengsinum er skipt jafnt í þessi tvö kökuform (smurt yfir köku deigið) Strá möndluflögunum yfir marengsinn.
Baka í 175°c í 25 mín hvern fyrir sig eða báða samtímis ef notaður er blástur.
Kæla kökurnar í formunum.
Losa kökuna frá forminu með beittum hníf. Taka botnana varlega úr formunum og fjarlægja bökunarpappírinn.
Fylling:
Þeyta rjómann og smakka til með vanillusykri.
Leggja fyrsta botninn á passlegan köku disk (marengsinn vísir upp). Helmingur rjómans settur á botninn og hindberjunum og marengs toppunum er dreyft þétt ofan á rjómann. Svo er restin af rjómanum sett yfir berin og seinni köku botninn þar yfir. Kakan er sett inn í ísskáp í tvo tíma áður en hún er borin fram. Skreyta með marengs toppum og jafnvel bleikum makkarónu kökum
Ein athugasemd við “Prinsessu marengskaka”