1/3 bolli ósæt eplamús/mauk (t.d. þessi: heimagerð)
1 bolli hafrar
1 msk byggmjöl
1 msk chia fræ
2 msk rúsínur
1/2 tsk kanill
1 bolli soðið vatn
Toppað með:
1 msk grískri jógúrt
Kókosflögum eða kókosmjöli
Vínberjum
Mjólk að eigin vali
Kvöldinu áður er allt hráefnið sett í plast ílát (með loki) og hrært saman. Soðna vatninu einnig hrært vel saman við. Lokið sett á og látið standa í ísskáp yfir nótt (a.m.k. 4 tíma)
Um morguninn er hrært vel í grautnum og hann settur í skál, mjólk að eigin vali hellt yfir grautinn (magn eftir eigin þörfum)
Toppað með grískri jógúrt, kókos, vínberjum og etv. smá kanil.