Þessa hafði ég í mömmuhitting á fimmtudaginn og norsku mömmurnar féllu gjörsamlega fyrir henni 🙂 Enda dásamlega góð kaka!
Dillons kaka
235 g döðlur, ásamt smá vatni
1 tsk matarsódi
120 g mjúkt smjör
5 msk sykur
2 egg
3 dl hveiti
½ tsk salt
½ tsk vanilludropar
1 1/3 tsk lyftiduft
Setjið döðlur í pott og látia smá vatn fljóta yfir.
Láta suðuna koma upp, slökkva á hitanum og láta döðlumaukið bíða í pottinum í 3 mín.
Bæta matarsódanum saman við í pottinn
Þeyta smjör og sykur vel saman
bæta eggjunum í og hræra áfram
Blandið restinni af hráefninu útí
og döðlumaukið síðast
Deigið sett í lausbotna springformi, smyrja formið vel eða nota smjörpappír í botninn
Hitið ofninn í 180 gráður og bakið í 30-40 mín.
Karamellusósa
200 g smjör
200 g púðursykur
1 tsk vanilludropar
2 dl rjómi
Sjóða saman í 5 mínútur, hrært stöðugt
smávegis af sósunni er smurt yfir volga kökuna (gera það nokkrum sinnum)
og borið fram heitt í könnu með volgri kökunn
Einstaklega góð með þeyttum rjóma og góðum kaffi- eða tebolla 🙂
Þessa uppskrift er að finna á eldhus.is