Mjólkursúkkulaði smjörkrem

SAMSUNG CSC

Hér er ég með uppskrift af einstaklega góðu smjörkremi sem notað var á fermingarköku fyrir dóttur kunningjar konu minnar hér í Kristiansund. Fermingar barnið óskaði sér súkkulaði köku með mjólkursúkkulaði smjörkremi og ferskum jarðarberjum. Bragð samsetningin kom heldur betur vel út og var fermingarbarnið yfir sig hrifin með útkomuna. Kremið er með smá núggat keim, er einstaklega loftkennt og bráðnar í munninum..

Mjólkursúkkulaði smjörkrem

250g  ósaltað smjör, við stofuhita
375g  flórsykur (eða meira fer eftir hversu þykkt þú vilt hafa kremið)
180 g mjólkursúkkulaði, skorið í bita
1/4 bolli rjómi
1/2 tsk vanilludropar

SAMSUNG CSC


Súkkulaðið brotið niður í litla bita (mæli ekki með að nota súkkulaðidropa, frekar súkkulaði plöturnar) og sett í örbylgjuofna þolna skál.

SAMSUNG CSC
Hita súkkulaðið varlega í örbylgjuofni, hræra reglulega. Skálin sett til hliðar og súkkulaðinu leyft að kólna.

SAMSUNG CSC

Um leið og súkkulaðið hefur kólnað er smjörið sett í hrærivéla skál og flórsykurinn sigtaður yfir smjörið. Þeyta smjörið og flórsykurinn vel saman þar til létt og loftkennt.

SAMSUNG CSC
SAMSUNG CSC
SAMSUNG CSC

Mæla rjómann í bolla/skál, hella vanillunni saman við rjómann og hræra vel.

SAMSUNG CSC

Hrærivélin stillt á lágan hraða. Rjómanum hellt smám saman saman við sjörkremið.

Um leið og rjóminn hefur blandast vel saman við smjörkremið, er brædda súkkulaðinu (sem nú er vel kælt) hellt útí og hrært vel saman við, í ca. 1 mínútur eða þar til allt er blandað samann.

SAMSUNG CSC

SAMSUNG CSC

SAMSUNG CSC
Bæta ef til vill 1/2 bolla aukalega af flórsykri saman við til að fá aðeins þykkara krem.

Einstaklega gott ofan á kökur og muffins.

SAMSUNG CSC

SAMSUNG CSC

SAMSUNG CSC

SAMSUNG CSC

SAMSUNG CSC

Ein athugasemd við “Mjólkursúkkulaði smjörkrem

  1. Vá!! Ekkert smá falleg kaka og ég efast ekki um að hún hafi verið gómsæt 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s