Morgun pönnukökur

Í dag er er komið ár síðan að litli krúttmolinn minn hann Júlían Reyr kom í heiminn. Hann er mikill sólargeisli og hefur veitt okkur svo mikið á þessu eina ári. Í gær héldum við uppá afmælið hans ásamt dásamlegum íslenskum vinum okkar hér í Kristiansund. Ætla að setja inn myndir og fleira af veitingunum mjög fljótlega.
En dagurinn byrjaði á góðum morgun pönnukökum sem við fjölskyldan gæddum okkur á í tilefni dagsin, áður en við settumst niður að opna gjafir og leika okkur saman. Dagurinn verður svo gæddur rólegheitum og ekstra kósýheitum. Eigið dásamlegan dag öll sömul.

20131027-121013.jpg

Fyrir 1

1/2 bolli Hafrar
1/2 bolli Mögur Kotasæla
3 egg eða 6 eggjahvítur
1/4 tsk lyftiduft
1/4 tsk kanill

Allt hrært vel saman í blandara (ég á smoothie vél sem ég nota í stað blandara)
Spreyja PAM á pönnuna og steikja annað hvort eina stóra pönnuköku eða tvær minni. Tvær mínútur hvorra hlið.
Bera fram með ferskum ávöxtum og smá hunangi.

20131027-124343.jpg

SAMSUNG CSC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s