Vöfflur, þær allra bestu.

Ein grunn uppskrift, margar mismunandi útgáfur (sjá neðar á síðunni)

Grunnuppskrift

2 egg
1 dl sykur (t.d. pálmasykur)
2 dl létt súrmjólk
1½ dl Léttmjólk
1 dl vatn
350 g hveiti (t.d. fínt spelthveiti)
1 tsk lyftiduft
½ tsk natron
1 tsk vanillusykur
½ tsk kardemommuduft
125 g brætt smjör eða olía

Þegar laga á heimsins bestu vöfflur þá er byrjað á að píska vel saman egg og sykur. Súrmjólkinni, mjólkinni og vatninnu er blandað samanvið og svo þurrefnunum, láta deigið standa í ca. 15 mínútur.
Þá er bræddu smjörinu eða olíunni hrært saman við deigið og vöfflurnar steiktar þar til þær verða ljós brúnar.

Við eins og flestir íslendingar berum vöfflurnar helst fram með rjóma og sultu en lærðum fljótlega eftir að við fluttum til Noregs að prufa okkur aðeins áfram í þeim málum.. en hér er hefðin að bera vöfflurnar fram með Rømme / Lettrømme (sem er einskonar þykkur sýrður rjómi) og sultu eða smjöri og brunost (mysuosti).

Nokkrar tillögur að áleggi:

  • Bláberjaskyr og fersk bláber
  • Grískjógúrt, hlynsíróp og kanill
  • Grísk jógúrt, smátt skorin epli eða epla mauk/sulta og kanill
  • Nutella, bananar og rjómi
  • Rjómaostur og hlynsíróp blandað saman og valhnetu dreyft yfir
  • Smjör, ostur og jarðarberjasulta
  • Steikt egg og beikon
  • Vanilluís, bananar og karamellusósa
  • Vanillu skyr, ferskur ananas og kókos

Hér koma svo fleiri útgáfur af sömu vöfflum þar sem bætt er við mismunandi innihalds efnum (þá má sleppa kardimommunum)

 

Banana og valhnetu vöfflur

Sleppa: Sykri

  • 1/4 bolli púðursykur
  • 1 stappaður banani
  • 1/4 bolli saxaðar valhnetur

Bláberjavöfflur

  • 1 bolli bláber
  • 2 msk bláberjasulta

Dökkar súkkulaði og chilli vöfflur

  • 3/4 bolli hakkað 70% súkkulaði
  • 1 tsk þurrkaðar rauðar chilliflögur

Epla og kanil vöfflur

 

  • 2 tsk kanill
  • 1/2 bolli eplamauk
  • 1 stk fínt rifið epli

Gulrótarköku vöfflur

  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk negull
  • 1 tsk allrahanda krydd
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1/2 bolli hakkaðar valhnetur
  • 1 bolli fín rifnar gulrætur
  • 2 msk hakkaðar rúsínur (ef vill)

Ég nota töfrasprota til að blanda þessu vel saman. Sérstaklega ef ég hakka ekki hneturnar og rúsínurnar.

Kókos og hindberjavöfflur

  • 1/2 bolli kókos
  • 1 bolli hindber fersk eða frosin

Möndlu og jógúrtvöfflur

  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk negull
  • 1 1/2 msk hunang
  • 1/2 bolli hrein jógúrt
  • 1 stappaður banani

Sítrónu vöfflur

  • 1 msk af sítrónuberki
  • 2 tsk birkifræ

Súkkulaðivöfflur

  • 1/4 bolli kakó
  • 1 tsk instant kaffi

Red Velvet vöfflur

  • 4 msk kakó
  • Vel af rauðum matarlit
    Bornar fram með rjómaosti og ristuðum pekanhnetum

Beikon og ostavöfflur

Sleppa: Sykri

  • 1 bolli rifinn ostur
  • 1/2 bolli steikt beikon skorið í smáabita
  • Smá svartur pipar
    Borið fram með hlynsírópi

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s