6 epli
Slatti af kanil
Vatn
Eplin skræluð og kjarnahreinsuð. Skorin í grófa bita og sett í pott ásamt vatni og kanil. Ég notaði u.þ.b. 1 líter af vatni þar sem ég ætlaði að nýta umfram safann í uppskrift af sykurlausum afmælis bollakökum. Annars er 1/2 líter af vatni nóg.
Eplin soðin í 20 – 30 mínútur eða þar til þau eru orðin að mauki.
Ég sigtaði svo eplin (geymdi safann) og „músaði“ þau með töfrasprota.
Einstaklega góð eplamús og mjög auðvelt að útbúa.
ok namm!! og í hvað notaru þetta síðan? er það bara skeið og gúffað eða? 🙂
Notaði þessa mús í Fljótgerðu epla og kínóabökuna og var einnig að baka afmælis muffins fyrir Júlían sem hann fær á afmælisdaginn sem meðal annars innihalda eplamús, eplasafa og gulrætur (set uppskriftina inn eftir helgi) Notaði vökvann sem ég sigtaði frá eplunum sem eplasafa. Svo stendur restin í ísskápnum og verður notað í smoothie og meiri bakstur bæði fyrir okkur og börnin 🙂 Mæli með henni 🙂