800g fínt spelt
100g sykur
1 poki þurrger
1 tsk salt
1 tsk kardimommuduft
2 msk appelsínusafi
100g brætt smjör
3,5 dl volgt vann/mjólk
Öllum þurrefnunum blandað saman og vökvanum bætt útí og deigið hnoðað í 5 mínútur.
Breiða plastfilmu yfir skálina og leyfa deiginu að hefast á heitum stað.
Deiginu er síðan skipt í 18 hluta og úr þeim rúllaðar bollur.
Bollurnar settar á smjörpappírsklædda ofnskúffu og viskastykki breytt yfir í ca. klukkustund.
Bakist við 200 gráður í 10 – 15.