2 ára vinnuvéla afmælisveisla!

2 ára afmæli1
2 ár! Í dag eru tvö ár síðan litli gulldrengurinn okkar kom í heiminn! Ó hvað hann hefur auðgað líf okkar allra! Hann er ákveðinn, duglegur, vandasamur, fyndinn, mikill dundari, hugmyndaríkur, listrænn, nákvæmur, þrjóskur, viðkvæmur, mikill matmaður og með eindæmum söng elskur! Í gær héldum við afmælisveislu fyrir hann þar sem við buðum öllum okkar frábæru íslensku vinum og alls voru það 22 gestir sem nutu dagsins með okkur.
Eins og áður hefur komið fram ELSKA ég afmælisveislur.. og þá sérstaklega barnaafmæli þar sem hugurinn einn ræður ferðinni! Hér á þessu heimili er oftast búið að velja þema fyrir veisluna nokkrum mánuðum áður og dundað í rólegheitum með ýmiskonar dúlleri fram að veislu.
Í þetta sinn voru það vinnuvélar sem urðu fyrir valinu þar sem minnsti maðurinn á heimilinu er dolfallinn gröfu, vörubíla, traktora og valtara áhugamaður þó svo að honum finnist þeir heldur hættulegir í návígi.

Hér koma uppskriftir af hinum ýmsu kræsingum sem í boði voru.

Okkar uppáhalds Kjúklingasalat!

SAMSUNG CSC

Þetta kjúklingasalat er í miklu uppáhaldi hjá okkur og þá sérstaklega unglingnum á heimilinu. Auðvelt að útbúa en bragðið lætur ekki á sér standa! Kjúklingur + beikon = sönn ást 🙂 Uppskriftin kemur frá eldhússögum og er að finna hér.

Pizza horn

SAMSUNG CSC
Einföld og bragðgóð pizzahorn. Ég gerði tvöfalda uppskrift. Uppskriftina er að finna hér.

Vinnuvéla afmæliskakan

Að þessu sinni varð regnbogakaka fyrir valinu, kókosmjöl og suðrænn safi gefur kökunni suðrænt bragð. Gerði 1 1/2 uppskrift þar sem ég hafði kökuna á tveimur hæðum. Uppskriftina er að finna hér.

Vanillu Muffins með smjörkremi

SAMSUNG CSC

Vanillumuffins með bragðgóðu vanillu smjörkremi. Ég náði að týna uppskriftinni en set hana inn um leið og hún finnst.

Kanilsnúðar

Snúðakakan góða stendur alltaf fyrir sínu. Í þetta sinn fengu snúðarnir að njóta sín einir síns liðs og ég stráði þá með flórsykri.

Brownies


Ég þekki fjöldan allan af börnum og fullorðnum sem alveg elska Brownies svo þessi einfalda Brownies uppskrift kom að góðum notum. Brownies heldur sér líka mjög vel svo hægt er að baka kökuna nokkrum dögum áður en hún er borin fram.

Sítrónu Ostakaka

SAMSUNG CSCFrískandi ostakaka er nauðsynleg við hvaða tækifæri sem er og hér er uppskrift af einni ljómandi góðri ostaköku.

Smash Kaka

SAMSUNG CSC
Kaloríu bomban mikla! Hér gerði ég tvöfalda uppskrift og notaði 30cm kökuform.

Súkkulaði húðaðir sykurpúðar

SAMSUNG CSC
Ég hef einu sinni gert cake pops… og í það skiptið var ég með candy melts sem voru líklegast komnir á dag því þegar ég var búin að búa til voða fína uglu cake pops (sem tók dágóðan tíma) fór ég að taka eftir því að úr þeim lak einhver vökvi og þeir brögðuðust eh skringilega. Svo þeim var hent… ég dreif mig í flýti að bræða ljós súkkulaði og dýfði síðan sykurpúðum í brædda súkkulaðið og skreytti. Það var voða vinsælt í það skiptið svo ég ákvað að gera hið sama fyrir þessa veislu. Ég byrjaði á að bræða hvítt súkkulaði og ætlaði að lita það appelsínugult.. wilton matarlits gelið blandaðist ekki við brædda súkkulaðið og svo sá ég fljótlega að það stífnaði heldur ekki!! (svo mikil fita í hvítu súkkulaði miðað við ljóst og dökkt súkkulaði) Svo! ég átti 100gr  af 60% súkkulaði sem passaði svo akkúrat fyrir 24 sykurpúða! Síðan skar ég út töluna 2 í sykurmassa og skellti á súkkulaðihúðuðu sykurpúðana áður en súkkulaðið þornaði! Ég mæli samt með ljósu súkkulaði, passar mun betur með sykurpúðum.

Dekk!

SAMSUNG CSCHugmyndin var að hafa „dekk“ í vörubíl svo keypt voru hringlótt súkkulaði kex. annars vegar Ballerínu doble sjoko kex sem minnir óneitanlega mikið á oreo kex og síðan Sjokoringer (súkkulaði hringkex)

Lestar Sleikjóar

Ég rakst á sleikjóa í vinnunni um daginn og fyrir mér litu þetta út fyrir að vera vörubílar en reyndust vera lestar.. hehe.. en tilvaldir í vinnuvéla partýið 🙂

Deginum áður héldum við litla veislu þar sem við buðum tveimur 2 ára vinkonum prinsins og þar var meðal annars boðið uppá skúffuköku með smjörkremi sem 6 ára heimasætan og afmælisprinsinn skreyttu svona skemmtilega 🙂

SAMSUNG CSC

Ég vona að þið hafið haft gagn og gaman af að renna í gegnum þennan póst, njótið kvöldsins elskurnar.

3 athugasemdir við “2 ára vinnuvéla afmælisveisla!

  1. Sæl, ótrúlega flott!!!
    Langar að forvitnast hvar þú fékkst þetta vinnuvéladót (diska, glös, serviettur)?

    1. Sæl Þóra. Ég pantaði þessar vörur frá sprell.no (bý í Noregi) en ég sá aðra týpu af gröfu þema í partýbúðinni þegar ég var á Íslandi í sumar. Kveðja Guðbjörg 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s