Terta með Hvítri súkkulaðimús og Marengsstöngum

Hvítsúkkulaðimús kaka með marengs stöngum

17 maí kaka
Á morgun verðu vaknað eldsnemma með börnin, þau klædd í sitt fínasta púss (já og við foreldrarnir finnum eitthvað á okkur vonandi :)) norski fáninn í hönd, keyrt niður í bæ og svo er það skrúðganga kl 09:00. 17 maí er alltaf jafn skemmtileg upplifun og börnunum mínum finnst gaman að fara í skrúðgöngu og hrópa hipp hurra! og veifa norsku fánunum sínum. Hér keppast norðmenn við að gera allt fínt í kringum sig bæði heima fyrir og eins í görðunum sínum og nánasta umhverfi og allir taka þátt í deginum með bros á vör.
Ég gerði þessi líka ljómandi góðu 17 maí tertu sem passaði vel á kökuborðið en við Íslendingarnir í Kristiansund hittumst oftast í hádeginum á 17 maí og tökum þá með okkur eitthvað að narta í og njótum samverunnar með hvort öðru. God 17 mai!

BOTN:
40g Möndlur eða möndlumjöl
1 msk Hveiti
2 stk eggjahvítur
60g sykur

FYLLING:
200g Hvítt súkkulaði
4dl Rjómi
3 stk eggjarauður

MARENGSSTANGIR:
4 stk Eggjahvítur
120g Sykur
120g Flórsykur
Klípa salt

SKRAUT:
200g Jarðarber
200g Hindber
200g Bláber

BOTNINN:
Möndlur og hveiti sett í matvinnsluvél og keyra vélina til til möndlurnar eru fín hakkaðar.
Þeyta saman eggjahvíturnar og sykurinn í stífan marengs. Hræra möndlublöndunni varlega saman við.
Hræran er sett í 20 cm hringlaga kökuform og hún bökuð við 180°c í 20-25 mínútur.
Botninn er síðan látinn kólna.

FYLLING:
Hvíta súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði.
Blanda 1 dl rjóma saman við eggjarauðurnar í pott og þetta hitað varlega þar til blandan er orðin þykk, hræra kröftuglega.
Kæla aðeins og bæta síðan brædda súkkulaðinu saman við eggjablönduna.

Restin af rjómanum er þeyttur og honum síðan blandað varlega saman við súkkulaðiblönduna.

Möndlubotninn (sem nú hefur kólnað alveg) er lagður á kökufat með kökuformið utan um botninn.
Hella því næst súkkulaðimúsinni yfir botninn. Kakan er kæld í ísskáp í minnst 1 klukkustund áður en hún er skreytt.

MARENGSSTANGIR:
Eggjahvíturnar og saltið þeytt þar til blandan verður að þykkri froðu. Bæta smá og smá sykri inní blönduna þar til þetta verður að stífum maregns. Hræra svo flórsykrinum varlega saman við. Marengsblandan er settur í sprautupoka með stórum hringlaga stút.
Sprauta marengsnum á bökunarpappír í lengd að eigin vali, hægt að mynda langa línu og brjóta hann svo niður þegar á að skreyta kökuna eða mynda stuttar stangir (ca. 10cm).
Marengsinn er þá þurrkaður í 90°c í 2-3 tíma, einnig er hægt að hækka hitastigið svo hann bakist hraðar en þá gæti hann orðið gul leitur.

Þegar kakan hefur staðið nógu lengi í kæli er hún tekin út, kökuhringurinn fjarlægður og marengsstöngunum raðað þétt saman hringin í kringum kökuna. Fallegt er að binda borða utan um kökuna. Að lokum er berjunum raðað uppá kökuna og hún svo borin fram!

SAMSUNG CSC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s