Ég tel mig alveg einstaklega heppna yfir þessa páska! Við fjölskyldan erum svo lukkuleg að hafa foreldra mína í heimsókn hjá okkur yfir páskana og eru börnin mín líkt og við himinlifandi með að hafa hér hjá okkur og að geta gert margt okkur til gamans með þeim. Það vill svo til að í dag eru 29 ár síðan ég kom í heiminn og var því extra gaman að njóta dagsins með foreldrum mínum, manninum mínum og börnunum þremur. Sé það svona eftir að hafa tekið margar myndir í dag að við borðuðum heilan helling af góðum mat! Dagurinn einkenndist því heldur betur af góðgæti 🙂 Við byrjað daginn á dásamlegum amerískum pönnukökum og afmælisgjöfum. Seinni partinn fórum við öll saman í smá road trip til Molde sem er næsti bær við okkur og þar skelltum við okkur út að borða á veitingarstaðinn Egon þar sem afmælisbarnið fékk afmælis ís í boðið hússins! Við verjum svo kvöldinu saman við fullorðna fólkið í kósýheitum með heitt te og þessa líka dásamlega góðu og frískandi köku! Eigið yndislega páska elsku vinir og njótið þess að vera saman með ykkar nánustu.
Pavlova
5 eggjahvítur
300 gr sykur
1 1/2 tsk maizena
1 tsk edik 7 %
1 tsk vanillusykur
Forhita ofninn við 180°c blástur. Stífþeyta eggjahvíturnar. Sykrinum bætt útí í litlum skömmtum þar til sykurinn hefur blandast vel saman við. Bæta að lokum maizena, ediki og vanillusykrinum saman við, þeyta vel.
Teikna tvo 24 – 26 cm hringi á bökunarpappír. Bökunarpappírinn lagður á ofnplötur, og marengsinum skipt jafnt á ofnplöturnar.
Setja plöturnar inní ofninn og ofninn stilltur á 160°c
Eftir 30 mínútur er ofnplötunum víxlað og botnarnir bakaðir áfram í aðrar 30 mínútur. Eftir bökunartímann er slökkt á ofninum og botnunum leyft að kólna inní ofninum.
Appelsínucurd
Börkur af 1 1/2 appelsínu – finrifinn
6 eggjarauður
1,5 dl ferkspressaður appelsínusafi
2 tsk ferskpressaður sítrónusafi
1,5 dl sykur
hnífssoddur salt
4-5 msk kalt smjör
Allt nema smjörið er sett í lítinn pott. Hita blönduna varlega saman, hræra stöðugt. Hita við lágan hita í ca. 8 – 10 mínútur
Potturinn tekinn af hellunni, kæla aðeins áður en köldu smjörinu er blandað saman við í litlum skömmtum.. hræra vel. Mikilvægt að smjörið bráðni áður en bætt er við meiru. Kæla appelsínucurdið
Karamelluseraðar heslihnetur
80 gr sykur
120 gr heslihnetur
Rista hneturnar í ofni við 150°c í ca. 15 mínútur. Nudda hnetunum saman svo hýðið losni.
Hneturnar eru því næst settar á þurra pönnu.
Rista þær í um eina mínútu og bæta síðan sykrinum útá.
Sykrinum leyft að bráðna varlega, hræra stöðugt í. Þegar þú hefur fengið ljósa karamellu er pannan tekin af hellunni. Hnetublandan er þá sett smjörpappír, passa að hafa gott bil á milli hnetana svo þær festist ekki of mikið saman.
Þegar hneturnar eru orðnar kaldar eru þær grófhakkaðar.
Appelsinkrem
6 dl rjómi
3-4 msk sykur
Þeyta rjóman léttan og loftkenndan ásamt sykrinum. Passa að þeyta ekki of lengi. Þegar hægt er að snúa rjóman á hvolf án þess að hann leki er hann nógu þeyttur.
Appelsínucurdið er hrært saman við rjómann.
Smyrja jöfnu lagi af appelsínukremi á neðri botinn.(Mikilvægt að allt sé kælt). Strá hnetum og berjum yfir.
Þá er seinni botninn settur yfir. Smyrja restinni af appelsínukreminu ofan á. Hindberjum og bláberjum er dreyft jafnt yfir og svo restinni af hnetunum. Jarðarberin eru skorin og sett ofan. Einnig gott að skreyta með blæjuberjum, kirsuberjum og myntublöðum og jafnvel að strá smá flórsykri yfir.
Njótið vel og lengi