Smash Kaka


SAMSUNG CSC

Þessi mikla köku bomba passar með eindæmum vel í veislur, saumaklúbba og svo auðvitað með sunnudags kaffinu!
Smash súkkulaði er uppáhald margra norðmanna! Eitt sinnar tegundar í heiminum! Súkkulaði húðað böggles (bugles).. já það tekur heldur betur bögglesið í alveg nýjar hæðir og slag orðið, einu sinni smakkað þú getur ekki hætt á vel við Smash! Ég notaði bara þetta gamla góða smash en þið sem ekki getið nálgast Smash súkkulaði getið að mínu mati notað Nóa Kropp í staðinn.

Kökubotnar:

5 eggjahvítur
4 dl sykur
75g ritzkex
125g smash súkkulaði / nóa kropp

Setja smash / nóa kropp og ritz kexið í poka og mylja þetta saman með kökukefli.

Skilja eggin, leggja rauðurnar til hliðar og stíf þeyta eggjahvíturnar. Bæta sykrinum saman við og píska áfram þar til úr verður marengs. Blanda varlega muldu smashinu/nóa kroppinu og ritz kexinu saman við með sleikju.

Setja bökunarpappír í botn tveggja 23cm spring kökuforma. Einnig hægt að nota ofnskúffu.

Skipta deiginu jafnt í formin og steikja við 175°c í 20 – 25 mínútur. Kæla botnana áður en þeir eru teknir úr formunum.

Súkkulaði glassúr:
4 eggjarauður
4 msk sykur
60g smjör
200g ljóst bökunarsúkkulaði

Bræða smjörið í litlum potti. Bæta súkkulaðinu í bitum saman við og bræða á lágum hita.
Taka pottinn af hellunni og bæta sykri og eggjarauðum útí.
Hræra kröftuglega þar til þú færð jafnt súkkulaðikrem. Kæla smávegis.
Smyrja súkkulaðikreminu á báða botnana. Því næst eru botnarnir settir í ísskáp í klukkutíma eða þar til að súkkulaðið hefur stífnað.
Leggja þá einn botninn á kökudisk.

Fylling:
5 dl tilbúið vanillukrem/ 5 dl kældur dr. oetker vanillu búðingur
50g smash/nóa kropp, grófhakkað

Dreyfa kreminu jafnt yfir botninn og strá smashinu/nóa kroppinu yfir.
Leggja þá hinn botninn ofan á.

Skraut:
3 dl rjómi
50 g smash/nóa kropp

Þeyta rjóman og setja ofan á kökuna. Þá er hakkaða smashinu/nóa kroppinu dreyft yfir rjómann.

Kakan er best borin fram samdægurs og skal ávallt geymast í ísskáp þar til hún er borin fram.

Einnig er gott að bera fersk jarðarber fram með kökunni.

SAMSUNG CSC

SAMSUNG CSC

2 athugasemdir við “Smash Kaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s