6 ára afmæli

Heimasætan varð 6 ára þann 26 febrúar! Fyrst var haldið leikskóla afmæli og síðan buðum við Íslensku vinum okkar í veislu helgina eftir. Hér koma loksins myndir og uppskriftir frá þessum skemmtilegu dögum.

Leikskóla afmælisveislan:

Uglu afmæliskaka:

Uppáhalds Súkkulaðikakan okkar

500g hveiti
300g sykur
300g púðursykur
10 msk kakó
2 tsk lyftiduft
2 tsk matarsódi
1 tsk salt

4 egg
335g nýmjólk
260g súrmjólk
250g brætt smjör, kælt aðeins
3 tsk vanilludropar

Ofninn hitaður 175°c.
Þurrefnunum blandað saman í hrærivéla skál. Í sér skál eru eggjunum, nýmjólkinni, súrmjólkinni, brædda smjörinu og vanilludropunum blandað saman og því hellt saman við þurrefnin. Blanda vel saman og deiginu hellt í tvö stór hringlaga form eða í eina stóra skúffuköku skúffu. Bakað í 25 – 40 mínútur (fer eftir ofni, ég nota alltaf blástur)

Kökurnar smurðar með súkkulaðikremi. Dekkuð og skreytt með sykurmassa.

Hlaup í krukku:

Hér var appelsínuhlaup fyrir valinu og boðið var uppá vanillusósu (úr fernu) með.

Popp í pappaglasi:

Einfalt og alltaf jafn vinsælt.

Fjarsjóðsleit og fjarsjóðskistu Pinata:

Við Emelía dunduðum okkur við að gera fjarsjóðskort í tölvunni og svo var föndruð Pinata. Notaði pappakassa, kraftpappír, svart teip, bönd til að hengja herlegheitin upp og svo prentaði ég út skráagat og límdi á.
Tíminn leið heldur betur hratt og skemmtu krakkarnir sér vel og fóru ánægð heim eftir afmælisveisluna.

Afmælisveislan:

Emelía 6 ára4
Pappadiskar, glös, servíettur og rör pantaði ég frá PartyDesign

Uglu og tré kaka:

 

Notaði sömu köku uppskrift og að Uglukökunni hér fyrir ofan nema ég sleppti kakóinu og setti 3 msk vanillusykur í staðinn og hafði bleikt smjörkrem á milli botnanna. Kakan er dekkuð með sykurmassa og skrautið er úr bæði sykurmassa og gumpaste.

Uglu Poppöskjur:

SAMSUNG CSC
Við mæðgurnar föndruðum poppöskjur (leiðbeiningar) prentuðum svo út myndir af uglum sem afmælisbarnið litaði, klippti út og límdi á öskjurnar. Gaman að leyfa afmælisbarninu að taka þátt í afmælis undirbúnngum og þá sérstaklega þar sem henni þykir fátt skemmtilegra en að föndra.

Prinsessu terta:

SAMSUNG CSC
Frískandi og ljómandi góð terta sem sæmdi sér vel á veisluborðinu. Hefði getað notað aðeins meiri matarlit í marengsinn. Uppskriftina finnur þú hér.

Smash kaka:

SAMSUNG CSC

Marengs bomba í hæstu hæðum. Ofur góð og passar við felst tilefni. Uppskrftina finnur þú hér.

Snúðakaka:

Snúðakakan kláraðist fyrst enda dúnamjúk og bragðgóð. Uppskriftina finnur þú hér

Uglu sykurpúða pops:


Ég notaði þó nokkurn tíma í að gera kökupinna (cakepops) sem ég gerði úr skúffuköku og nutella. Ég hafði rekist á útsöluvörur í netverslun Cacas þar sem ég pantaði svo gula candy melts og Bleikan Cake Pops stand á kjarakaupum! Það stóð við Candy Melt-ið að það væri stutt í síðasta sölu dag svo þess vegna væri verið að selja það svona ódýrt. Eins og ég sagði þá notaði ég nokkra klukkutíma í að dunda við kökupinnana og þegar kom að því að dekka þá í gulu Candy Melti tók ég fljótlega eftir því að þeir voru alveg ómögulegir.. það lak gulur vökvi úr kökupinnunum og þeir brögðuðust ekki mjög vel heldur. Svo.. plan B! Átti fullt af sykurpúðum, fullt af súkkulaði og fullt af skrauti, svo ég bræddi súkkulaðið, stakk pinnunum í súkkulaðið og svo í sykurpúðana, lét það þorna aðeins og dýfði þeim svo heilum í súkkulaðið og svo voru þeir skreyttir að lokum! Krökkunum fannst þetta æði svo þetta var ekki svo vitlaust plan B 🙂


Einnig var uppáhalds skyrkaka afmælisbarnsins á veisluborðinu og finnur þú uppskriftina af henni hér.

Vona að þið hafið haft gagn og gaman af þessu innleggi. Munið svo að vera ekki hrædd við að skila eftir komment eða deila þessu áfram.

Ein athugasemd við “6 ára afmæli

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s