Í Noregi eru sveler/skonsur ansi klassískar og eru mikið notað „með kaffinu“. Rétt eftir 1970 var farið að bjóða uppá sveler um borð í ferjunum í Møre og Romsdal fylki (Okkar bær Kristiansund er í Møre og Romsdal fylki) og fleiri fylki fylgdu svo eftir. Það er því hefð fyrir marga að fá sér sveler þegar ferðast er með ferju hvert svo sem ferðinni er haldið.
Gerir 12 stk
4 egg
2.5 dl sykur
125 g smjörlíki
1 líter súrmjólk
1 líter hveiti (700g)
1 msk matarsódi
Eggin og sykurinn sett í skál og pískað vel saman. Bræddu smjörlíki blandað saman við og síðan súrmjólkinni.
Hveitið hrært saman við, lítið í einu (gott að sigta það) Matarsódanum er síðan hrært saman við í lokinn. Píska þetta vel saman. Deiginu er leyft að standa í að minnsta kosti 10 mínútur eða lengur og er svo steikt á pönnu eða skonsu plötu.
Hefð er að bera þær fram með annað hvort brúnum osti (mysuosti), sykri eða smjörkremi.