Þá er minnsti maðurinn á heimilinu orðinn 4 ára! Hann var búinn að halda því fram í að verða hálft ár að hann væri löngu orðinn 4 ára og því var afmælisdagurinn heldur betur kærkominn.
Við buðum 6 vinum og vinkonum Júlíans í afmælið og skemmtum okkur stórkostlega!
Afmæliskakan
Safarík Súkkulaði kaka með súkkulaði smjörkremi
Skrautið er búið til úr sykurmassa og kakan einnig hjúpuð sykurmassa.
Hundarnir þrír eru strokleður sett sem ég keypti í Extra leker hér í Noregi, einföld og ódýr lausn 🙂
Logoið, prentaði það út og notaði sem fyrirmynd.
Muffins

Vanillu muffins með smjörkremi með vanillu og hvítusúkkulaði
Muffins skraut sem ég prentaði út, klippti út og límdi á grillpinna.
Poppöskjur
Hér er linkur á Popkorn öskjur og hér sjáið þið leiðbeiningar.

Prentaði þessa mynd fyrir hverja poppöskju og klippti út og límdi á öskjurnar.

Emelía mín (8 ára) fann tvær myndir sem hún prentaði út og límdi á skálar sem við höfðum undir popp og snakk.
Borðbúnaður

Keypti borðbúnaðinn í Extra Leker.
Diskamottur

Að lokum voru fylltir hvolpasveitar nammipokar og börnin notuðust við heimatilbúna veiðistöng (grein og bandspotti með köngul á endanum) og veiddu hver fyrir sig upp nammipoka úr stiganum á efrihæðinni.
Takk fyrir innlitið, von að þið hafið haft gaman af 🙂