Hnetubotn
5 eggjahvítur
200g sykur
125g heslihnetur, hakkaðar
125g möndlur, hakkaðar
1 tsk vanillusykur
Þeyta saman eggjahvítur og sykur stíft. Hræra hökkuðum heslihnetum og möndlum ásamt vanillusykrinum varlega saman við marengsinn. Haft í 26cm bökunarpappírs klætt springform og bakað við 180°c i ca 30 mínútur. Kælið í ísskáp. Losið síðan hnetubotninn frá kökuforminu áður en súkkulaðifyllingin er höfð á.
Súkkulaðifylling
3 dl rjómi
250g súkkulaði (blanda mjólkur súkkulaði með 70% súkkulaði)
1 msk smjör
Hita rjóman upp að suðupunkti, rjómanum því næst hellt yfir súkkulaðið og smjörið, látið standa í 1 – 2 mínútur og hræra svo varlega þar til allt er blandað saman. Súkkulaðifylling er þá höfð uppá kaldan hnetubotninn (passa að hafa kökuhringinn alveg þéttann upp við hnetubotninn svo fyllingin haldis uppi á botninum en renni ekki til hliðar) Kælt í ísskáp helst yfir nótt.
Ítalskur marengs
250 sykur
1 dl vatn
4 eggjahvítur
1 tsk sítrónusafi
Fyrst skal þeyta létt saman 4 eggjahvítur saman við 50 g af sykri og sítrónusafann á lágum hraða. Því næst er restin af sykrinum hitað í potti ásamt 1 dl af vatni að 120-121°c
Hella sykurvatninnu í þunnri bunu í eggjahvíturnar á meðan þú þeytir á miðlungshraða (passa að bunan hitti ekki þeytingar spaðann) þeyta svo kröftulega í 10 – 15 mínútur þar til marengsinn er orðinn stífur og glansandi. Marengsinn hafur ofan á kökuna og geymd í kæli þar til hún er borin fram. Notið creme brulee brennara á marengsinn til á fá fallegan lit á kökuna (einnig er hægt að skella kökunni í ofninn á grill stillingu í 1 – 2 mínútur) kakan er jafn góð án þessara aðgerða en gefur skemmtilega áferð 😊
Skreyta
Fersk ber