Ljúfengar súkkulaðibitakökur sem eru í miklu uppáhaldi hjá elsta syninum og öllum öðrum sem smakka þær!
225g mjúkt smjör
150g sykur
150g púðursykur
2 egg
1 tsk vanillusykur
1 tsk matarsódi
320g hveiti
200g súkkulaði (nota 100g dökkt og 100g hvítt)
Þeyta saman smjör, sykur og púðursykur vel saman. Bæta eggjunum saman við og svo þurrefnunum. Hræra vel saman.
Hakka súkkulaðið gróflega og blanda vel saman við deigið.
Móta langa deigpylsu á plastfilmu, pakka henni vel inn og leggja í ísskáp í nokkra klukkutíma, jafnvel yfir nótt.
Móta ca 80g sneiðar eða kúlur og leggja á bökunarpappír klædda ofnplötu.
Hafa 6 – 9 sneiðar/kúlur á eina plötu svo þær festist ekki saman.
Baka kökurnar við 175°c í ca. 15 – 20 mínútur
Lang bestar með stóru mjólkur glasi, já eða kaffibolla 🙂