200g mjúkt smjör
200g sykur
1 eggarauða
1 msk ljóst síróp
1/2 tsk kanill1
tsk vanillusykur
1 tsk natron
300g hveit
Ofan á
1 stk hrært egg
1 dl sykur / perlusykur
1 dl hakkaðar möndlur ef vill
Setja bökurnarpappír á tvær bökunarplötur
Hræra smjör og sykur vel saman.
Blanda restinni af innihaldsefnunum saman við en passa að geyma smá af hveitinu sem notað er til að jafna deigið ef þess er þörf.
Hnoða deiginu fljótlega saman, deila deiginu í 6 hluta.
Rúlla hverjum hluta í þunna pylsu og færa yfir á bökunarplötuna.
Þrýsta það niður með fingrunum/fletja með kökukefli í 4-5 mm þykkt.
Pennsla með eggi og strá sykrinum og hökkuðu möndlunum yfir.
Baka kökurnar hátt í ofninum í 12 – 14 mínútur.Skera í 1,5 – 2 cm breiðar stangir á ská á meðan þær er ennþá heitar. Kæla og njóta 😀🎄