Bananabrauð Ömmu Blóm

Hér kemur bananabrauð uppskrift ömmu Blóm, amma Blóm heitir reyndar Ingibjörg Sigríður kölluð Inga en móður amma mín og afi bjuggu á Blómsturvöllum í Súðavík (þaðan kemur gælunafnið amma Blóm) allt til ársins 1995, en eftir snjóflóðið 1995 þurftu þau að flytja í nýja þorpið. Ég hef án alls efa erft bökunar gleðina frá elsku ömmu og er ég svo heppin að hafa flestar uppskriftirnar hennar skrifaðar niður í bók. Hlakka mikið til að fara í kaffiheimsókn til hennar í Súðavíkina góðu í næstu Íslandsferð. Alltaf fullt borð af kræsingum og mýksta faðmlag sem finnst í þessum sólríka heimi ❤

4 meðalstórir bananar

1 bolli sykur

2 bollar hveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

1 tsk salt

1 stk egg

Banananir stappaðir og öllu hrært saman í stórri skál. Hrærunni hellt í smurt aflangt formköku form. 

Bakist við 180°c í ca. 50 mínútur. 

Setja álpappír yfir kökuna ef hún er farin að verða of dökk ofan á og baka hana áfram þar til kakan er bökuð í gegn, stinga í hana með prjón til að vera alveg viss 😊

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s