Himneskar Páska skonsur

Ég hef svo lengi sem ég man verið yfir mig ástfangin af enskum skonsum og fór ófáar ferðir í bakaríin í höfuðborginni í leit af english sconesss 😁. Fyrir nokkrum árum byrjaði ég að prufa mig áfram að baka mínar eigin, en fannst ég aldrei hitta naglann á höfuðið… þar til nú! Ég á ekki orð yfir hvað þessar scones eru ljúffengar og hvað samsetningin af appelsínum, hnetum og rúsínum/súkkulaði er mögnuð. Ég velti þeim uppúr smá hveiti áður en ég setti þær á bökunarplötuna og loks penslaði þær með eggi sem gefur þeim svona flott rustic look. Maður minn þessar bara verðið þið að prufa!

Himneskar Páska skonsur

150g smjör

100g sykur

1 egg

1 appelsína, rifinn börkurinn og safinn

525g hveiti

200g hafrar

4 tsk natron

2 1/2 dl mjólk (ég notaði haframjólk)

2 1/2 dl súrmjólk eða ab mjólk

125g valhnetur

125g rúsínur eða súkkulaði bitar

Egg og smá mjólk pískað saman (notað til að pensla yfir áður en þær eru steiktar)

Píska saman mjúku smjöri og sykri ásamt berki og safa úr appelsínunni. Eggi hrært saman við.

Bæta hveiti, höfrum og natroni saman við og hræra vel. Síðan er mjólk, súrmjólk/ab mjólk og valhnetum hrært vel saman við og að lokum rúsínunum.

Nota stóra skeið, skeiðin fyllt og deigið sett á hveitistráð borð. Rúlla út bollu úr deiginu, sem síðan er sett á bökunarpappírs klædda ofnskúffu og þrýsta vel ofan. Úr verða 20 skonsur.
Pennsla skonsurnar með eggjablöndu

Baka við 220°c í 20 mínútur

Gleðilega Páska ☺

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s