Mexíkóskar kínóa Vefjur

Dásamlega ljúfengar mexíkóskar kínóa og bauna vefjur sem allir á heimilinu elska! Verðum öll södd og sæl og finnum fyrir mikilli vellíðun langt fram eftir kvöldi ❤

Allt á einni pönnu

Fyrir 6 – 8 vefjur

1 msk ólífuólía

2 hvítlauksgeirar, hakkaðir

1 jalapeno (má sleppa) hakkað

1 bolli kínóa, skolað vel

1 1/4 bolli kjúklinga eða grænmetis soð

1 dós soðnar nýrnabaunir eða svartar baunir, skolaðar og vökvinn sigtaður frá.

2 bollar kirsuberja tómatar, skornir í tvennt / eða 1 dós hakkaðir tómatar

1 kúrbítur, skorinn í bita

1 rauð paprika, skorin í bita

1 1/2 tsk chili duft

1/2 tsk cumin

1/2 tsk himalaya salt eða annað gott salt

1 msk rauðar chili flögur, meira eða minna eftir smekk (smá sleppa)

1 avókadó, skorin í tvennt, húð og fræ fjarlægð. Skorin í bita

2 msk límónusafi, úr einni límónu

1/4 bolli ferakur kóríander

Rifinn ostur að eigin vali

6 – 8 Stórar Tortilla Vefjur að eigin vali (við áttum lífrænar hveiti vefjur og Chia vefjur)

Allt skorið og gert tilbúið áður en byrjað er að steikja hvítlaukinn og jalpeno á stórri djúpri pönnu (ég nota wok pönnu).

Bæta kjúklingasoði, kínóa, baunum, skornum tómötuþ, kúrbít, papriki, chili dufti, cumin, salti og rauðum chili flögum útá pönnuna. Öllu hrært létt saman.

Fá upp suðu, setja lok á pönnuna, lækka hitann, og láta malla í 20 mínútur.

Að lokum er avókadó, kóríander og límónusafa bætt útí og öllu hrært vel saman.

Þá er rétturinn tilbúinn og þá er að fylla vefjurnar.

Best þykir okkur að strá ostinum yfir vefjuna og hita hana annaðhvort á pönnu eða í örbylgjuofni. Setja fyllinguna á miðja vefjuna, rúlla henni saman og skera í tvennt.

Gott að bera fram með sýrðum rjóma og jafnvel bbq sósu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s