Grautardagur Norðmanna! Tvær tegundir af Nætur hafragraut

SAMSUNG CSC
Ég rakst á síðu í gær þar sem minnt var á Grautardag Norðmanna þann 23 október.
Gat ekki fundið ítarlegri lýsingu á þessum degi nema hvað að gaman væri ef haldið væri upp á daginn með þremur grautar máltíðum, í morgun-, hádegis- og kvöldmat.. Við byrjum allavega á morgungraut og sjáum svo til með hinar tvær máltíðir dagsins! 🙂

 

SAMSUNG CSCEpla og trönuberja nætur grautur

Fyrir 2

2 dl haframjöl
2 dl mjólk, að eigin vali
1 tsk chia fræ
3 msk þurrkuð trönuber, söxuð
1 dl vanillu skyr
2 tsk kanill
1 lítið epli, rifið (áður en grauturinn er borinn fram)
8 msk hakkaðar möndlur

Haframjölið, chia fræin og mjólkin eru sett í krukku eða annað ílát (verður að vera með loki) og hrært vel saman.
Trönuberin eru síðan hrærð saman við haframassann, lokið sett á og grauturinn settur inní ísskáp til næsta morguns.
Næsta morgun er hrært í grautnum, skyrinu, rifna eplinu og hökkuðu möndlunum hrært vel saman við og grauturinn er svo borinn fram með smá kanil og hökkuðum möndlum á topnnum. Endilega bæta við mjólk ef grauturinn er of þykkur.

SAMSUNG CSC

Hunangs og apríkósu nætur grautur

Fyrir 2

2 dl haframjöl
2 dl mjólk, að eigin vali
1 tsk chia fræ
1 tsk vanillusykur eða 1/8 tsk vanillukorn
4 þurrkaðar apríkósur
1 dl hreint jógúrt
2 msk fljótandi hunang
Fleiri apríkósur til að setja ofan á grautinn

Haframjöl, chiafræ, mjólk og vanillusykur sett í krukku eða annað ílát (verður að vera með loki) og hrært saman.
Skera apríkósurnar í litla bita og hræra vel saman við haframassann, lokið sett á og grauturinn settur inní ísskáp til næsta morguns.
Næsta morgun skal hrært vel í grautnum. Jógúrtið, hunangið og apríkósurnar settar ofan á grautinn áður en hann er borinn fram.   Endilega bæta við mjólk ef grauturinn er of þykkur.

SAMSUNG CSC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s