Hér á þessu heimili bíður heimasætan ofur spennt eftir „Halloween“ hrekkjavöku deginum og hefur gert það seinustu þrjá mánuði. Stefnan er tekin á að ganga í hús annað kvöld ásamt vinum í hverfinu og sníkja sælgæti! En á sama tíma í fyrra hafði ég allan tíman í heiminum og útbjó þá hrekkjavöku kvöldverð og bjó til nornafingur í eftirmat… en sökum anna í ár skelli ég inn uppskriftunum frá því í fyrra (sem ég var ekki ennþá búin að setja á netið!) og sé til hvort ég nái að töfra fram einhvern hrekkjavöku mat á morgun!
Norna fingur
1/4 bolli ósaltað smjör
1/2 bolli sykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
smá salt
1 3/4 bolli hveiti
2 tsk lyftiduft
2 msk mjólk
2 msk litaður rauður sykur
20 heilar möndlur án hýðis
Hita ofninn við 180°c
Smjör sett í hrærivélaskál og hrært mjög vel. Sykri bætt saman við og hrærta vel. Egginu, vanillunni og saltinu þá hrært saman við. Í annari skál er hveitinu og lyftiduftinu blandað saman. Hræra hveitiblöndunni saman við smjörblönduna í smáum skömmtum.. hnoða síðan með höndum restinni af hveiti blöndunni saman við deigið. Skipta deiginu í 20 jafna bita, Rúlla mjóar langar lengur (fingur). Öðrum endanum er dýft í smá mjólk og síðan í rauða sykurinn. Setja síðan á bökunarplötu klædda smjörpappír. Skipta möndlunum í tvennt langsum og stinga einum möndlu bita í hvern „fingur“. Ég mótaði lenguna eins og fingur og skar línur í miðjuna til að gera þá raunverulegri.
Baka í miðjum ofni í 17 mínútur þar til fingurnir verða ljósbrúnir.
Pennsla fingurna með kakói þegar þeir hafa kólnað.
Múmíu pylsur
8 – 10 pylsur að eigin vali.
1 tilbúið eða heimatilbúið pizza deig
Hita ofninn við 220°c
Fletja út pizza deigið og skera það í 8 jafn langar lengjur.
Teygja hvern bita vel og vefja deiginu jafnt yfir pylsuna en skilja eftir smá op fyrir andlit.
Leggja vöfðu pylsurnar á bökunarplötu klædda smjörpappír og baka í 15 mínútur. Þegar pylsurnar hafa kólnað er tannstöngli dýft í tómatsósu eða sinnep og búin til augu.
„Spúandi Grasker“
Nokkrar appelsínu gular parpikur
Spagettí í tómatsósu eða pastasósu
Skera efsta hluta paprikunar af (geyma) hreinsa alla steina burt og skera út skemmtileg andlit. Fylla paprikuna með spagettí og setja „lokið“ ofan á.
Tortillu Grasker
8 Tortilla pönnukökur
1 glas Salsa sósa
Rifinn ostur
Leggja salsasósu og rifinn ost ofan á 4 tortilla pönnukökur. Skera út graskers andlit í fjóra pönnukökur og leggja ofan salsa og osta kökurnar. Steikja í 200°c heitum ofni í 10 mínútur.