1-5 hringlótt kökuform, 22-24 cm
Forhita ofninn 160°c
Botnarnir
500g sykur
280g smjör
7 eggjahvítur af stóru eggi
600g hveiti
4 tsk lyftiduft
3 tsk vanillusykur
3 dl mjólk
2 tsk SP eða 4 msk maizena mjöl (maizena mjölinu skal blanda saman við hveitið)
8 msk kókosmjöl
5 mismunandi matarlitir (Mæli með Americolor eða Wilton)
Einnig má bæta nokkrum matskeiðum af Bols Banana til að fá meira suðrænt bragð
Hræra smjörið mjúkt, bæta sykrinum saman við smjörið og hræra þar til þú færð hvíta blöndu.
Setja helming eggja hvítana saman við smjör blönduna og hræra í ca. 2 mínútur. Bæta restinni af eggjahvítunum saman við og hræra í aðrar 2 mínútur. (Bæta SP saman við núna ef þú ætlar að nota það) Blanda öllum þurrefnunum saman í skál og hræra létt. Bæta helminginum af hveiti blöndunni og helmingnum af mjólkinni saman við smjörblönduna og hræra vel saman. Blanda svo restinni af hveiti blöndunni og mjólkinni saman við, hræra og bæta síðan kókosmjölinu saman við með sleikju.
Þá er kökuhræran tilbúin.
Deila hrærunni jafnt í 5 skálar (ca. 400g í hverja skál þar sem heildin er ca. 2 kg)
Þá er matarlitunum hrært saman við, ég valdi: gulan, rauðan (varð bleikur) fjólubláan, turkís og grænan. Koma deiginu fyrir í kökuforminu og steikja í 14 – 18 mínútur (ég var með 2 form). Leyfa kökunni að standa í 5 mínútur áður en hún er tekinin úr forminu og næsta deig sett í. (Ég skolaði formið á milli)
Suðrænt Rjómaostakrem
175g smjör við stofuhita
300g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
750g flórsykur
4 msk suðrænn safi
Hræra vel saman smjör og rjómaost. Bæta síðan flórsykrinum saman við í litlum skömmtum. Þegar helmingurinn af flórsykrinum er komin saman við er safanum bætt útí. Hræra þá restininni af flórsykrinum saman við. Úr verður mjúkt krem sem samt heldur sér (s.s. smá stíft)
Smyrja þunnu lagi af kremi á milli botnanna og síðan yfir alla kökuna.
Ég setti síðan sykurmassa yfir kökuna. Ef ekki skal setja sykurmassa yfir kökuna þarf að smyrja kökuna nokkrum sinnum með kremi og þá leyfa því aðeins að stífna inní ísskáp á milli þess sem kakan er smurð.
Ein athugasemd við “Regnboga kaka”