Pizza með jarðarberjum, parmaskinku og kletta salati

image

Í gær var ég að flétta í gegnum uppskriftir í leit af nýjungum hvað varðar álegg á pizzu.. þá rakst á uppskrift að jarðarberja pizzu.. hér blandast sætt, súrt og salt saman og útkoman er vægast sagt spennandi. Þessi tilbreyting kom skemmtilega á óvart og verður því án efa fastur liður á pizzaföstudögum hér á bæ.

Ein miðlungs stór/stór pizza

Pizzabotn að eigin vali
40 g parmaskinka
Handfylli fersk basilika
3/4 bolli sneidd jarðarber
1 msk ólífuolía
2 tsk balsamik edik
80 g geita ostur eða ostur að eigin vali (notaði creamy gouda)
1/2 bolli klettsalat (ruccola salat)
Svartur pipar

Forhita ofninn við 230°c
Fletja pizzadeigið þunnt í ca. 30 – 35cm hring. Pennsla botninn með ólífuolíunni og 1 tsk balsamik edikunu. Brjóta niður ostinn og dreifa honum jafnt yfir botninn. Baka í 5 mínútur, þá er pizzan tekin útúr ofninum og jarðarberjunum, parmaskinkunni og basilikunni dreift yfir pizzuna. Baka áfram í 5 – 10 mínútur. Um leið og pizzan er tekin úr ofninum er kletta salatinu, restinni af balsamik edikinu og svarta piparnum komið fyrir ofan á pizzuna.
Og þá er bara eitt í stöðunni og það er að njóta í botn 🙂

Góða helgi elskurnar!
image

image

image

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s