Amerískar pönnukökur Nigellu

20140419-113502.jpg

Þykkar, svampkenndar Amerískar pönnukökur sem oftast í Bandaríkjunum eru bornar fram með heitu hlynsírópi og stökku beikoni. Ég er hrifnust af þeim með einungis lífrænu hlynsírópi, en ég set alltaf ost, smjör, sultu og fljótandi hunang á borðið þegar þessar eru í bornar á borð.

1 msk lyftiduft
klípa af salti
1 tsk sykur
2 stór egg (barin)
30 g smjör (bærtt og kælt)
300 ml mjólk
225 g hveiti
smjör til að steikja uppúr

Auðveltast er að setja öll innihaldsefnin í blandara eða skál og nota handþeytara til að hræra þetta allt vel saman.
En deigið er hært saman með handafli er þurrefnunum blandað saman, gerð hola í miðjuna og eggjunum, brædda smjörinu og mjólkinni blandað vel saman við. Mæli með að hella deiginu í stóra könnu þá er mun auðveldara að hella deiginu á pönnuna í stað þess að nota skeið eða ausu.

Pönnukökurnar eru steiktar á miðlungshita (ég stilli mína hellu á 4 af 9) ATH. Um leið og efri hluti pönnukökunnar er farin að „bobbla“ þá er kominn tími til að snúa pönnukökunni 🙂 þá ætti pönnukakan ekki að brenna 🙂

Ein athugasemd við “Amerískar pönnukökur Nigellu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s