Fljótlegt og gott Speltbrauð

29mai20131554-5

Hér skín sólin ennþá sínu skærasta og hitastigið búið að vera um og yfir 24°c alla vikuna, í dag löbbuðum við af stað á leikskólann rétt eftir klukkan níu og ég var ekki komin heim úr þeim göngutúr fyrr en klukkan fjögur 🙂 svona á þetta að vera!
Já það er nú ekki hægt að kvarta yfir svona dásemdar blíðu og við litli mann erum því búin að vera úti að spóka okkur í blíðunni alla vikuna á meðan hinir fjölskyldu meðlimirnir eru í vinnu, skóla og leikskóla. Svo að seinasta vikan mín í fæðingarorlofinu hefur samanstaðið af sól, hita, ís og fullt af knúsum og kossum frá litla broskallinum mínum, er hægt að vera heppnari! 🙂

Ég er mikil brauðmanneskja og hef prufað fjölmargar uppskriftir! Á tímabili gafst ég upp á að baka gerbrauð þar sem hefunin mistókst í flestum tilfellum.. ég fór þá útí lyftidufts og vínsteinslyftidufts brauðin og komst ég yfir þessa uppskrift. Ég hef bakað það margoft og finnst það eiginlega bara verða betra og betra 🙂
Verð nú að taka það fram að nú hef ég loksins, loksins  „masterað“ gerbrauðs baksturinn og mun því setja inn uppskriftir af góðum gerbrauðum á næstunni.

Einstaklega fljótlegt og gott speltbrauð

4 dl spelt, fínt eða gróft
1 dl graskersfræ
1 dl hörfræ
1 dl sólblómafræ
1 dl tröllahafrar
1 msk vínsteinslyftiduft
1 ½ tsk kúmen
½ tsk salt
2-3 msk hunang
2 ½ dl vatn
1 msk sítrónusafi

28mai20130810

Graskersfræ, hörfræ, sólblómafræ og tröllahafrar (átti reyndar ekki tröllahafra og notaði því venulegt haframjöl)
Átti einnig ekki til kúmen svo ég sleppti því í þetta skiptið.

28mai20130812

Vínsteinslyftiduft og salt.. öllum þurrefnunum blandað saman

28mai20130813-2

Hunanginu bætt útí (betra að hafa meira en minna)

28mai20130814

Sítrónusafinn, einnig hægt að nota tilbúinn sítrónusafa. Sítrónusafanum og vatninu blandað saman við.

28mai20130815

Smjörpappír settur ofan í formkökuform og deiginu hellt ofaní

28mai20130819-2

Bakað við 180°c í 35 – 40 mínútur

28mai20131048-3

Eitt af mínu uppáhalds brauði, eitthvað við áferðina sem gerir brauðið svo órúlega gott. Svo er bara að setja uppáhalds áleggið sitt á brauðsneiðina og njóta! Sjálf er ég ekkert að flækja málin og finnst dásamlega gott að hafa áleggið einfalt og  smjör, ostur  og sulta klikkar ekki 🙂

Eigið góða helgi öll sömul

2 athugasemdir við “Fljótlegt og gott Speltbrauð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s