Vil byrja á að óska ykkur öllum gleðilegra páska!
Um seinustu jól vorum við staðráðin í að gera eigin ís fyrir aðfangadagskvöld .. við vorum nýflutt í nýja leiguíbúð og það vildi svo til að við vorum ekki með frysti.. svo.. það var enginn ís á aðfangadagskvöld. Svo nú þegar við erum komin með frysti var algjört „möst“ að búa til eigin ís fyrir páskadag og sérstaklega þar sem við erum nú svo heppin að hafa foreldra mína hér hjá okkur. Daim ískaka varð fyrir valinu og satt best að segja er þessi ískaka sú allra besta sem ég hef smakkað og voru við öll í fjölskyldunni sammála um það.
Möndlu botn
375g möndlur, malaðar
6 eggjahvítur
200g flórsykur
1 tsk sítrónusafi eða ¼ tsk cream of tartar
1 tsk vanilludropar
Stilla ofninn á 175 ˚C.
Þeyta eggjahvíturnar ásamt sítrónusafanum/cream of tartar í 1 mínútu. Bæta þá flórsykri saman við, smá í einu.
Þeyta þar til þetta verður að fínum marengs, hræra vanillunni saman við.
Hræra möndlu mjölinu varlega saman við.
Hella hrærunni í 28 cm hringform og baka í ca 25-30 mínútur
Leyfa botninum að hvíla þar til hann er alveg kólnaður, áður en ísinn er settur ofan á.
Daim Ís
4 eggjarauður
2 egg
250g flórsykur
1 tsk sterkt kaffi
1/8 tsk vanilluduft eða 1 tsk vanillu extract
5 dl þeyttur rjómi
150 – 200 g Daim
Byrja á að fínmala Daim-ið
Þeyta eggjarauðurnar og eggin saman við flórsykurinn, kaffið og vanilluna. Hræra vel saman.
Hræra þeyttarjómanum saman við með sleikju.
Hella Daim-inu í hræruna, geyma eitthvað af því til að setja ofan á kökuna.
Hræra varlega
Strá fínhökkuðu daim-inu yfir
Setja í frysti í minnst 5 – 8 tíma eða yfir nótt
Rétt áður en ískakan er borin fram, er kakan tekin úr forminu, best að nota form með lausum botni.
Borið fram og snædd með bestu lyst