Heimsins bestu Oreo Cupcakes!

17juni20131952-5

Til hamingju með daginn kæru Íslendingar nær og fjær!
Hér í Kristiansund var veðurspáin ekki mjög spennandi fyrir daginn.. en við fjölskyldan vorum búin að bjóða Íslendingunum sem við þekkjum hér í Kristiansund í grill og útifjör og það leit út fyrir að við myndum þurfa að vera inni við vegna veðurs.
En veðurguðirnir hafa hlustað á okkur í þetta sinn og fengum við 14°c, regn- og vindfrítt veður og alls vorum við 31 sem komum saman hér í dag.
Það að hafa kynnst þeim íslendingum sem við þekkjum hér hefur gert þessi tvö ár sem við höfum búið hér mun auðveldari og skemmtilegri en ella. Einstaklega frábært og yndislegt fólk í alla staði 🙂

Ég nefndi þessar einstaklega góðu Oreo bollakökur þegar ég deildi með ykkur uppskriftinni af Oreo Ostakökunni. Þessar bollakökur hafa aldeilis slegið í gegn, „bestu kökur í heimi“ segir maðurinn minn, og þá á hann við það besta sem hann hefur smakkað af bakstri yfir höfuð! Það er nú ekki annað hægt en að deila þessari uppskrift með ykkur!

Oreo Bollakökur

Bollakökurnar
200 g hveiti
40 g kakó
3 tsk lyftiduft
1 tsk salt
240 g sykur
80 g ósaltað smjör, við stofuhita
2 egg
2 tsk vanilludropar
200 ml mjólk
16 Oreo kökur

Kremið
175 g ósaltað smjör, við stofuhita
350 g flórsykur, sigtaður
1 tsk vanilludropar
1 – 2 msk mjólk
3 – 4 oreo kökur, muldar

Ofninn hitaður við 180°c

13mai20132007
Raða bollakökuformum á muffinsbretti og heilar oreo kökur settar í botninn

13mai20132009

Sigta hveiti, kakó, lyftiduft og salt saman í skál

13mai20132025

Í annari skál  eru smjörið og sykurinn hrær vel saman

Bæta vanilludropunum útí og einu eggi í einu, hræra varlega

13mai20132028

Að lokum er mjólkinni og hveitiblöndinni hrært saman við

13mai20132036

Deiginu hellt yfir oreo kexið, formið fyllt að minnsta kostið 3/4 part af forminu.
Bakað í 18 – 20 mínútur.

13mai20132040

Kremið

14mai20130907-2
Smjörið, flórsykurinn og vanillan hrærð vel saman í nokkrar mínútur, bæta mjólkinni saman við, lítið í einu.
Oreo mulningurinn er hrærður saman við kremið, ein matskeið í einu þar til þú færð skemmtilega „cookie“ áferð og útlit á kremið.

14mai20130926-3

Ég notaði svo 1M sprautustútinn (frá Wilton) og sprautaði kreminu ofan á bollakökurnar, stráði að lokum smá af mulnu oreo yfir 🙂

17juni20131951-3

17juni20131953

Oreo Cupcakes njóta sín vel úti í náttúrunni 🙂

17juni20131754

17 júní köku og dessert borðið, nammi namm..

17juni20131753

Vona að þið hafið átt góðan dag elskurnar..

Hér koma nokkrar myndir í viðbót 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s