Gleðilegt ár!! Já það hlaut að koma að því að ég hrökk í blogg gírinn eftir alltof, alltof langa pásu! Í lok nóvember fluttum við fjölskyldan í stærra og betra húsnæði og ekki nóg með að við tengdum ekki heimilis tölvuna fyrr en á milli jóla og nýárs þá er búið að vera ansi mikið að gera hjá okkur fjölskyldunni eftir flutningana. Ég er nú heldur betur búin að sanka að mér allskyns uppskriftum og skemmtilegheitum frá því síðast sem ég hlakka til að „pósta“ hér inn á síðuna.
Ég er alltaf jafn hissa á því hvað ég kemst vel í heilsugírinn í janúar ár eftir ár.. ég hugsa um mataræðið, hreyfi mig meira en aðra mánuði ársins (eflaust meira bara í janúar heldur en alla hina 11 mánuði ársins samanlagt!) og finn jákvæðnina streyma um æðar mér! Ég virðist nú loksins gera mér grein fyrir því að þó að dagurinn í dag hafi ekki farið alveg eins og ég var búin að plana hann, ég t.d. hafi ekki fylgt alveg eftir matarplaninu, ekki hreyft mig eins mikið eða einfaldlega ekki liðið eins vel og ég var búin að ákveða að líða! Þá kemur nýr dagur á morgun! Og ég geri mitt besta, á hverjum degi! Ég reyni að fylgja nokkrum grundvallar atriðum hvað varðar að bæta heilsuna. Drekka sítrónuvatn (þegar ég man það) Fara að sofa fyrir klukkan 22:30 á kvöldin (Mjög mikilvægt!) og að borða að minnsta kosti 300g af grænmeti yfir daginn! Það er að mínu mati lykilatriðið til þess að léttast. Og í dag borðaði ég svo lítið grænmeti að kvöldkaffið að þessu sinni varð dýrindis heilsudrykkur! Grænmeti og ávextir já takk! Góða nótt elskurnar, farið vel með ykkur alla daga 🙂
Heilagur Janúardrykkur
Fyrir 2
1/2 rauðrófa, helst fersk
2 gulrætur, endarnir skornir af
2 sellerí stönglar
1 tómatur
1 mandarína, afhýdd
200g vatnsmelóna og/eða 1 lítið epli
Allt sett saman í blandara og drukkið samstundis, æðislega frískandi og gott.
Drykkurinn situr hér á fallegu Buddah styttunni sem yndislegu börnin mín gáfu mér í jólagjöf ❤