Gerir 12 stk
2 meðalstórir bananar, stappaðir
3/4 bolli + 2 msk möndlumjólk
1 tsk epla edik eða sítrónusafi
1/4 bolli hreint hlynsíróp
1 tsk vanillu extract
1/4 bolli kókosolía, brædd
2 bollar fínt speltmjöl
6 msk kókospálmasykur
2 tsk lyftiduft
1,5 tsk kanill
1/2 tsk salt
1/2 tsk natron
1/2 bolli hakkaðir valhnetukjarnar (ef vill)
1 bolli frosin eða fersk bláber (sjá athugasemd)
Forhita ofninn við 180°c. og smyrja muffins brettið eða setja í það pappírsform.
Stappa bananana og setja í miðlungs stóra skál og bæta mjólk, ediki/sítrónusafa, hlynsírópi og vanillu saman við, óþarfi að hræra saman. Bræða kókosolíuna í potti og leyfa að kólna aðeins.
Blanda öllum þurrefnunum saman í stórri skál (spelt, kókos sykur, lyftiduft, kanill, salt og natron)
Hræra kókosolíunni saman við mjólkina, edikið, sírópið og vanillunna, hræra vel saman og hella síðan saman við þurrefnin.
Hræra þessu varlega saman, alls ekki hræra of mikið þar sem speltið er mjög viðkvæmt. Hræra síðan varlega valhnetukjörnunum og bláberjunum. Baka við 180°c í 23 – 27 mínútur. Kæla í muffins brettinu í 5 – 10 mínútur og leyfa þeim svo að kólna alveg á grind í að minnsta kosti 15 mínútur.
Athugasemdir
Ef notuð eru frosin bláber, skal passa að geyma þau í frystinum (alls ekki leyfa þeim að þiðna) þar til þau eru blönduð í deigið, þá kemuru í veg fyrir að vökvinn leki úr berjunum.