Sykurlaus Jarðarberja og Lime kaka

20140616_195852
Frískandi og bragðgóð sykurlaus skyrterta.

Botninn:
4 egg
2 lime, safinn og fínrifinn börkurinn
1/2 bolli mjólk að eigin vali (kókos, möndlu, hafra..)
1/4 bolli kókosolía eða kókossmjör
1/3 bolli hrátt hunang
1 tsk vanillu extract
1 bolli kókoshveiti eða möndlumjöl
1 boli fínt spelt
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk sjávarsalt

Fyllingin:
175g Sítrónu skyr (einnig hægt að nota peru eða banana skyr)
300g Kesam Lime eða hreint skyr + 1 msk hunang +  fínt rifinn börkur af 1 lime)
2 msk hrátt hunang
1 fínt rifinn lime börkur
1 tsk vanillu extract
Smá sjávar salt

Ofan á:
1 1/2 bolli skorin jarðarber

Hita ofninn við 180°c

Blanda eggjunum, lime safanum og fínt rifna berkinum, kókosolíunni, hunanginu, mjólkinni og vanillunni saman. Hræra þetta vel saman. Bæta kókoshveitinu / möndlumjólinu, speltinu, lyftiduftinu og saltinu saman við. Blanda öllu vel saman. Smyrja kökuform (ca. 20×20 cm) deiginu hellt í smurt formið og bakað í 20 – 25 mínútur. (Athuga botninn eftir 15-20 mínútur til að vera viss um að þetta sé ekki orðið of dökkt, því ef svo er er gott að setja álpappír yfir þar til botninn er bakaður). Botninn er þá kældur og fyllingin hrærð vel saman og loks sett yfir botninn. Geyma í ísskáp í að minnsta kosti klukkutíma og svo eru skornu jarðarberin sett ofan á.

20140616_195849

20140616_195844

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s