Páska Ostakaka

Í dag annan í páskum komum við saman nokkrar Íslenskar fjölskyldur. Við tókum öll með okkur eitthvað góðgæti og úr varð aldeilis flott hlaðborð. Við í Honningsoppen tókum með okkur frískandi páska ostaköku sem passaði heldur betur vel í þessu stórgóða veðri sem við fengum! Heiðskýr himinn, sól og sumar hér í Kristiansund og ekki annað hægt en að njóta þess að vera úti með fjölskyldu og vinum.

SAMSUNG CSC

Botn:
225g sætt hafrakex, t.d. Bixit
100g smjör, brætt

Fylling:
1 pk sítrónu hlaupduft
2,5 dl sjóðandi vatn
3 dl 18% sýrðurrjómi (nota lettrømme hér í noregi)
250g appelsínu rjómaostur (mandarin og ananas kremost)
100g flórsykur
1 tsk vanillusykur
3 dl rjómi

Hlaup toppur:
1 pk sítrónu hlaupduft
2,5 dl sjóðandi vatn
mandarínur eða aðrir ávextir

Mylja kexið í matvinnsluvél eða með því að setja kexið í poka og nota kökukefli til að mylja það.
Blanda kexinu við brædda smjörið. Setja kökuhring (26cm) beint á passlegt fat/kökudisk. Mæli með að setja smjörpappir innan í kökuhringinn svo auðveldara sé að ná kökunni úr forminu. Kexið er þá þrýst niður í botninn, alveg að kantinum á kökuhringnum. Kælt (helst í ísskáp)

Hlaupduftið leyst upp í sjóðandi vatni. Kæla þar til blandan er köld en samt ennþá fljótandi.
Þeyta saman sýrða rjómanum, rjómaostinum, flórsykrinum og vanillusykrinum. Þeyta rjómann stífann og þeyta svo kreminu saman við rjómann. Þeyta að lokum köldu hlaupinu saman við rjómablönduna í mjórri bunu.
Fyllingunni er þá hellt í kökuformið á leyft að stífna í ísskáp í 4 – 6 tíma.

Hlaupduftið leyst upp í sjóðandi vatni. Kæla þar til blandan er köld en samt ennþá fljótandi.
Hella varlega yfir kökuna í forminu. Setja kökuna aftur inní ísskápinn þar til hlaupið hefur stífnað.

SAMSUNG CSC

SAMSUNG CSC

Skera varlega meðfram kökuhringnum með hníf og fjarlægja kökuhringinn.
Svo er ostakakan skreytt að vild.

SAMSUNG CSC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s