Hér kemur ein hressandi og frískandi „súpa“ sem bætir og kætir, kveðjur úr hellidempunni héðan frá Kristiansund.
Fyrir 2
1/2 Vatns Melónu
6 msk Grísk Jógúrt
1 tsk ferskt engifer, raspað
Safi úr 1/2 Sítrónu
Smá sjávarsalt
„Dass“ af múskati
5 – 6 mintulauf
Skreytt t.d. með:
1 tsk hrein jógúrt
Hakkaðar valhnetur eða pekanhnetur
Fersk minta
Smá fljótandi hunang
Öllu blandað saman í blandara. Kælt vel, best að geyma í ísskáp yfir nótt.
Skreytt að vild.