Já enn einn rigningar dagurinn afstaðinn… Meðan pabbinn fór út í hádeginu í göngutúr með yngri gríslingana tvo fékk mamman að sinna heimilsverkunum án nokkura truflanna, ó hvað það var gott svona einu sinni 🙂
Þegar þau svo komu aftur heim hundvot eftir skemmtilegan göngutúr í rigningunni fórum við heimasætan strax í að undirbúa vöfflubakstur sem var alveg tilvalið til að ná hita aftur í kroppinn.
Ég hef lengi verið hrifin af „öðruvísi mjólk“, s.s. möndlu-, hafra- og rísmjólk og einmitt á Oatly haframjólkinni fann ég þessa einföldu og góðu uppskrift af vöfflum:
Oatly Vöfflur
240 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
2 egg
600 ml Oatly Hafradrykkur
2 msk brætt smjörlíki / smjör
Sæta skottan mín spennt fyrir vöfflugerðinni!
Blanda saman hveiti, lyftidufti og salti í stóra skál
Litli bróðir fylgdist spenntur með 🙂
Haframjólkinni bætt útí deigið
Öllu hrært vel saman (mynduðust smá kekkir og við notuðum þá töfrasprotann til að ná „kekkfríu“ deigi 🙂 )
Svo er nú bara að steikja vöfflurnar og hafa gaman að 🙂
Stökkar og ljúffengar vöfflur með sunnudagskaffinu
Njótið vel elskurnar