Hnetu- og súkkulaðidraumur!

02juni20131604

Já núna er aftur kominn sunnudagur og bökunarstuðið á sínum stað!! Það hefur meira og minna rignt hér í dag og hitastigið komið niður í 8°c. Það er spáð sól og hita aftur í komandi viku svo ég get nú ekki annað sagt en að það hafi verið notalegt að hitastigið lækkaði örlítið eftir marga heita og góða daga 🙂

En í dag var skellt í frískandi hnetu og súkkulaðidraum ásamt Dillons köku.
Ef þú ert hrifin af hnetum þá er þessi algjörlega fyrir þig 🙂 Ég set hér inn uppskrifitina af Hnetu og súkkulaðidraumnum
og mun svo setja uppskriftina af Dillons kökunni von bráðar 🙂

Hnetu og Súkkulaðibotn

6 eggjahvítur
300 g flórsykur
375 g heslihnetur, grófhakkaðar
2 msk sítrónusafi
1 msk vanilludropar
150 g súkkulaðidropar

Forhitaofninn við 180°c

02juni20131224-2
Eggjahvíturnar og sítónusafinn þeytt vel saman

02juni20131244-5

Bæta flórsykrinum saman við, lítið í einu og þeyta þar til hræran er þykk og glansandi. Nokkrar mínútur

02juni20131250
Bæta vanilludropunum útí og þeyta áfram í eina mínútu

02juni20131255
02juni20131258
Hökkuðu heslihnetunum og súkkulaðinu blandað varlega saman við með sleikju

02juni20131259-2
02juni20131300
Hella hrærunni í 28cm hringform. Baka við 180°c í 30 mínútur

02juni20131306

02juni20131355
Kæla botninn áður en áfram er haldið

02juni20131355-8
Ofan á botninn..

02juni20131433-2

Þegar botninn hefur kólnað er vanillukremi / vanillubúðing smurt yfir (t.d. dr. oetker búðing)

02juni20131437

Hindberja hlaupsykur

1 pk hindberja eða jarðarberja hlaupduft/jello
1 dl hindberja þykkni/djús eða hindberja mauk (má vera annað berja þykkni/djús)

Dreyfa hindberjum yfir kökuna, geta einnig verið önnur ber

02juni20131445
Hita 1 dl þykkni/djús og 1 pk hlauduft í potti upp að suðu, taka pottinn af hitanum og pensla yfir berin

02juni20131438-2
Kæla kökuna þar til hún er borin fram

02juni20131553-2

Njótið vel!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s