Í dag er feðradagur! Heimasætan sá um að gera kort til pabba síns frá þeim systkinum og svo var keypt smá gjöf sem hann svo opnaði við morgunverðar borðið. Pabbinn á heimilinu er mjög áhugasamur um heilbrigt líferni svo við völdum að gera heilsusamlegar morgun smákökur að bjóða uppá með morgunverðinum.
1/2 bolli matarolía
1/2 bolli lífrænt hnetusmjör (gjarnan án sykurs og salts)
3/4 bolli kókospálmasykur eða annar lífrænn sykur
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
1/4 bolli vatn
1 egg
1 msk vanillu extract
1,5 bolli gróft spelt
1 bolli haframjöl
1 bolli þurrkaðar fíkjur eða döðlur, skorið í litla bita
3 bollar morgunkorn eða múslí að eigin vali (ég notaði puffed wheat og spelt cornflakes)
Ofninn hitaður við 190°c.
Blanda vel sman olíunni og hnetusmjörinu saman í stórri skál. Bæta sykrinum, matarsódanum og saltinu útí og hræra vel saman. Þá næst er vatninu, egginu og vanillunni bætt saman við, því næst speltinu og höfrunum, hræra vel saman. Að lokum er fíkjunum/döðlunum og morgunkorninu/múslíinu bætt saman við og hrært þar til allt hefur blandast vel saman.
Deiginu skipt niður í 18 kúlur, þær settar á smjörpappír, á bökunarplötur. Þrýsta ofan á hverja kúlu svo þær verði flatar.
Kökurnar eru bakaðar í 10 – 15 mínútur og þær látnar kólna vel áður en þær eru bornar fram.
Svo er bara að njóta með góðu tei eða jafnvel kaffibolla. Krökkunum fannst þær mjög ljúffengar og drukku þau ískalda mjólk með.