Sloppy Joe með heimabökuðum brauðbollum

SAMSUNG CSC

Um daginn nýtti ég kjúklingahakks afganga og gerði auðvelda og góða Sloppy Joe í kvöldmatinn. Öll börnin voru ánægð með útkomunum og mun ég pottþétt matreiða svona aftur næst þegar við eigum hakk afganga.

1 lítill laukur, hakkaður
2 msk smjör
600 – 1000 g hakk. Nauta, svína eða kjúklinga

350 ml tómatsósa
4 – 6 msk BBQ sósa
1 bolli vatn
1/2 bolli sellerí, fínt skorið
1/4 bolli sítrónusafi
2 msk hrásykur (einnig hægt að nota púðursykur)
1 msk eddik, má sleppa
1 tsk salt

SAMSUNG CSC

Laukurinn brúnaður á pönnu ásamt smjörinu. Hakkinu bætt út á pönnuna og það brúnað. Hella öllum vökva af pönnunni.
Setja restina af innihaldinu á pönnuna, hrært vel saman og látið malla í ca. 30 mín


SAMSUNG CSC
Brauðbollurnar (einnig góðar sem hamborgarabrauð)

1 egg
1 1/4 bolli vatn
1/4 bolli brætt smjör
1/4 bolli hrásykur eða annar sykur (einnig hægt að nota hunang en þá verður deigið blautara)
1 1/2 tsk salt
4 bollar hveiti (gott að blanda saman hveiti og heilhveiti eða grófu spelti)
2 tsk þurrger

Blanda brædda smjörinu og vatninu saman ca. 41°c heitt. Smjörblöndunni er svo blandað saman við sykurinn, gerið og saltið og að lokum hveitinu, einn bolla í einu, hræra vel á milli. Hnoða vel í ca. 5 mínútur (gæti verið betra að hnoða á borðplötu en í hrærivélinni).

SAMSUNG CSC

Plast sett yfir skálina, látið svo lyftast í 20 mínútur.

SAMSUNG CSC

Sett á borðplötu og deiginu er þá skipt niður í hæfilegar bollur og látið hefast aftur í ca. 20 mín (ath að deigið mun tvöfaldast aftur í stærð. Ég gerði 9 stórar bollur)

SAMSUNG CSC

Bollurnar eru bakaðar við 190°c í 15 mínútur eða þar til þær verða ljósbrúnar.

SAMSUNG CSC

Bollurnar skornar í tvennt og hakkið sett á milli. Borið fram með fullt af fersku grænmeti.

Bragðgott og skemmtilegt fyrir 5 ára heimsætuna
SAMSUNG CSC

Börn læra fljótt að meta brauðmeti hér í Noregi, minnsti maðurinn á heimilinu var ofur sáttur með sína brauðbollu.
SAMSUNG CSC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s