Ferskt sumar kjúklingasalat

SAMSUNG CSC

Eftir massíva grilldaga síðustu vikurnar komumst við skötuhjú að þeirri niðurstöðu að nú tækjum við að minnsta kosti eina viku í „léttur kvöldmatur“ challenge 🙂
Við erum bæði heima þessar vikurnar og getum því dundað okkur saman í eldhúsinu og haft gaman af!

Í dag varð ferskt og gott sumar kjúklingasalat fyrir valinu. Við gerðum heimatilbúna brauðteninga og krökkunum fannst þeir æði!

Ferkst sumar kjúklingasalat fyrir 4

4 kjúklingabringur, skornar í bita og steiktar á pönnu
Fusilli fullkorna pasta, soðið
Kál að eigin vali
1 – 2 paprikur, skornar í strimla
Cherry tómatar, heilir
2 – 3 Nektarínur, skornar í bita (má líka vera annar ávöxtur)
1/2 brauð
Olívu olía
1 hvítlauksgeiri, pressaður

Kjúklingurinn steikur á pönnu og kryddaður að eigin vali (við notuðum cumin og salt)
Pastað soðið eftir leiðbeiningum. Grænmetið og ávextirnir skorið (það sem við á)
Þessu er öllu blandað saman í stóra skál

SAMSUNG CSC
SAMSUNG CSC
Brauðið er skorið í hæfilega bita, olíunni og hvítlauknum blandað vel saman (gott að nota töfrasprota)

SAMSUNG CSC

Brauðið sett í skál (helst með loki) og olíunni helt yfir.. hrist vel saman. Raða brauðteningunum á ofnskúffu klædda bökunarpappír

SAMSUNG CSC

Kryddað með salti og jurtarkryddi, t.d. steinselju. Við notuðum steinseljua kryddsalt sem kom mjög vel út.

SAMSUNG CSC

Hitað í 250°c heitum ofni þar til teningarnir hafa náð fallegum gullbrúnum lit

SAMSUNG CSC
Brauðteningunum bætt útí salatið og borið fram ásamt góðri salat dressingu

SAMSUNG CSC

Notuðumst við tilbúna salatdressingu, mangó og chilli dressing, nammi namm..

SAMSUNG CSC
Einfalt og létt á heitum og góðum fimmtudegi

SAMSUNG CSC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s