Hátíðar súkkulaðiterta!

17mai20131438-4

Já það má aldeilis segja að hér hafi verið sól og sumar hér bæði í dag og í gær. Gærdagurinn byrjaði snemma og það leit fljótlega út fyrir að í það yrði hlýtt og gott veður. Heimasætan átti tíma hjá lækni um 9 leitið og þar sem ég hafði tilkynnt leikskólanum að hún myndi taka sér frí ákváðum við  eftir læknistímann að skella okkur á ströndina og nýta góða veðrið.
Við skelltum nesti í pikk nikk töskuna okkar og keyrðum svo yfir á Innlandet þar sem staðsett er lítil og sæt „strönd“ sem kallast Skjerva (lesið: sjerva)
Litli kútur svaf svo í vagninum (ofur stutt reyndar :)), heimasætan lék sér með sand og sjóvatn og mamman slappaði af og sólaði sig aðeins.. já þetta er lífið!

Ég gerð gerði rosalega góða hátíðar súkkulaðitertu fyrir 17 maí s.l. (Þjóðhátíðardagur Norðmanna) Hér eru húsmæður, já og húsfeður dugleg að skella í stórar og flottar tertur í tilefni dagsins og ég gat nú ekki látið í minnipokann víst maður tók þátt í hátíðar höldunum með þeim svo ég fann eina rosa góða sem ég ákvað að prufa 🙂 Hér kemur uppskriftin af þessari líka massívu og stórgóðu hátíðar súkklaðitertu!


Hátíðar súkkulaðiterta með ferskum berjum

150 g smjör, í teningum
200 g suðusúkkulaði (gjarnan með 70% súkkulaði innihaldi) gróf hakkað
3 egg
150g  sykur
1 msk vanillusykur
125 g hveiti
1/2 tsk lyftiduft

Forhita ofninn á 175°c (venjulegur yfir og undir hiti)

Hér má sjá bökunarvörurnar sem ég notaði fyrir botninn 🙂 (ég notaði 100g ljóst súkkulaði og 100g dökk súkkulaði)

16mai20130900-2

Bræða smjörið við lágan hita, leyfa að kólna aðeins..

16mai20130855-2

Súkkulaðinu bætt útí bráðið smjörið og hrært saman með sleif (mikilvægt að smjörið sé ekki of heitt, þá getur súkkulaðið kornað)

16mai20130856

Þá er eggjunum bætt útí einu í einu, hrært vel á milli

16mai20130902

Bæta sykri, vanillusykri, lyftidufti og siktuðu hveiti útí og hræra varlega með sleikju

16mai20130911

Smyrja springform (22 – 24cm) hella deiginu í formið og bakað í miðjum ofninum í 20 – 30 mínútur.

16mai20130918-3

Kæla kökuna vel áður en hún er skreytt, ágætt að gera kökuna daginn áður en hún er framreidd.

Súkkulaðikrem
200 g dökkt súkkulaði, hakkað
1 dl rjómi
1/2 dl vatn
2-3 tsk sykur
1 msk smjör

Tók því miður ekki fleiri myndir fyrr en kakan var alveg tilbúin

Setja hakkaða súkkulaðið og smjörið í stóra skál. Sjóða varlega rjómann, vatnið og sykurinn. Hella blöndunni yfir súkkulaðið og smjörið.
Hræra varlega þar til súkkulaðið er alveg bráðið, passa að hræra ekki meira en þarf.


Rjómakrem og ber

5 dl rjómi
1 tsk vanillusykur + 1 tsk sykur
1 box jarðarber
1 box bláber
Niðursoðnar perur, skornar í bita
Maregns toppar, ef vill

Þeyta rjómann, vanillusykurinn og sykurinn í stíft krem, kæla.

Deila kökubotninum í tvennt (ég bakaði kökuna í tveimur formum, botnarnir lyftu sér lítið sem ekkert svo ég mæli frekar með að baka botninn í einu formi og skera svo botninn í tvennt)
Setja helminginn af rjómakreminu á neðri botninn og dreifa ca. helmingnum af berjunum og perubitunum yfir. Setja smá rjómakrem yfir berin og perurbitana. Best er að skera jarðarberin aðeins niður áður en þau eru sett á botninn, einnig er hægt að nota önnur ber en ég tók fram, t.d. hindber, brómber eða rifsber

Leggja varlega efri kökubotninn ofan á. Hella súkkulaðikreminu yfir og smyrja því yfir alla kökuna, leyfa kreminu gjarnan að renna niður með kökunni. Kremið ætti að vera í þykkari kantinum þegar því er hellt yfir. Kæla kökuna í nokkrar mínútur áður en haldið er áfram svo kremið fái að stífna aðeins.

Setja restina af rjómakreminu á miðja kökuna og dreifa því næst restinni af berjunum ofan á rjómann. Skreyta gjarnan með marengstoppum ef vill.

17mai20131438

Hipp hurra for 17 mai 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s