Oreo Ostakaka

Í dag er sunnudagur og þá er ég alltaf í bökunarstuði! Já hvort sem afraksturinn fer í ofninn eða beint í ísskápinn þá er ákvaflega gaman að eiga eitthvað gott með kaffinu í eftirmiðdaginn!

Ég gerði núverið Oreo Cupcakes sem ég tók svo með í seinasta Babysang tímann þetta tímabilið. Fékk hreint út sagt ofur góð viðbrögð við þessum dásamlegu bollakökum og mun ég setja inn uppskriftina á næstudögum 🙂 Karlmennirnir á heimilinu voru líka yfir sig hrifnir af bollakökunum og þá aðalega vegna þess að Oreo átti höfuð hlutverkið! Þá ákvað ég að leita af fleiri uppskriftum þar sem Oreo átti í hlut.
Oreo Ostakaka var því valin í þetta sinn og hún var nú bara alveg stórgóð!

Bara svona til að útskýra hvað babysang er þá er það semsagt ungbarnasöngur. Ungbarnasöngurinn fer fram í kirkjunni hér í Kirkelandet Kirke og við Júlían höfum farið núna á næstum hverjum þriðjudegi frá því í janúar klukkan 11 og sungið þar ýmis skemmtileg lög ásamt fleirum yndislegum mæðrum og börnunum þeirra, svo eftir söngin var boðið upp á léttan hádegismat. Við erum strax farin að sakna þessa hóps og að fara í kirkjuna í hverri viku, en við erum svo heppin að vera partur af mömmuhóp sem myndaðist út frá Babysang og við reynum að hittast aðrahverja viku eða svo með börnin 🙂

Hér kemur uppskriftin

26mai20131310-3

Botninn
200 g Oreo (ca. 1 1/2 pakki)
60 g bráðið smjör

Ostafylling
300 g Philadelphia rjómaostur
80 g sykur
safi úr hálfri sítrónu
1 vanillustöng eða 1/8 tsk vanilluduft
150 g  18% sýrður rjómi
4 matarlímsblöð

Oreokex á milli og til skreytingar
1,5 dl. rjómi til skreytingar

Kexið sett í matvinnsluvélina og maukað

26mai20131012

því næst er smjörinu bætt útí og blandað saman.

26mai20131014

Setjið blönduna í botninn á lausbotna/smellu formi 20cm – 22cm. Ég setti smjörpappír í botninn

26mai20131020

Setti formið svo inn í ísskáp og leyfði að kólna í a.m.k. 30 mín.

Hrærið eða þeytið rjómaostinn og sykurinn saman.

26mai20131050

Blandið  vanillukornunum og sítrónusafanum saman við.

26mai20131037

Bæta næst sýrða rjómanum saman við og Leggja matarlímisblöðin í bleyti í kalt vatn

26mai20131023

Því næst er vatnið kreist úr matarlímsblöðunum og smá sítrónusafi settur saman við og brætt yfir vatnsbaði.
Matarlímið er hellt útí ostafyllinguna og hrært saman.

Helmingur ostafyllingunar er hellt yfir kexbotninn, tek svo 5 Oreo kex, tek þær í sundur og skafa kremið af þeim

26mai20131107

Raða kexinu svo yfir ostafyllinguna (má skera kexið í tvennt eða hafa þær bara heilar)

26mai20131109

Þá er að hella restini af fyllinguni yfir og leyfa kökunni að stífna inní ísskáp (Klukkustund ætti að vera nóg)

26mai20131113

Svo er bara að skreyta, já og njóta 🙂

26mai20131311

Eigið góðan sunnudag elskurnar…

Ein athugasemd við “Oreo Ostakaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s